Í fréttum er þetta helst
Við Eiki fórum út á laugardaginn í fyrsta sinn síðan skvísan kom í heiminn. Heiða systir var að passa fyrir okkur. Fórum út að borða á ítalskan veitingastað og svo röltum við í átt að Tívolí þar sem við ætluðum að hitta Leiknismenn (voru að fagna að vera komnir upp um deild, Til hamingju) og aðra góða vini. Þetta gekk bara rosa vel og vorum við hin rólegustu enda ætlaði Heiða að hringja ef eitthvað væri að. Svo fékk ég sms og þegar ég tók símann úr töskunni minni hélt ég á Heiðu síma.... ó nó hugsaði ég og plís plís ekki vera með minn líka!!! Og ó jú minn sími líka í töskunni minni (eigum nefnilega eins síma). Smá panik braust út, aðallega í mér... ég hringdi beint í Emblu skólasystir mína sem býr á sama kollegie-i og ég. Fékk hana til að hlaupa yfir með símann sinn og leyfa Heiðu að hringja í mig. Embla, þessi elska, lánaði Heiðu bara símann allt kvöldið og við Eiki gátum róleg farið í Tívolí. Eftir 4 og hálfan tíma frá Solbakken var tími til kominn að fara heim og svaf sú stutta vært þegar við mættum á svæðið.
Er búin að horfa á 3 fótboltaleiki á 5 dögum og alla LOST seríuna á 2 og hálfum degi.... já ég veit allt of mikið sjónvarp og ekkert action... er hætt að hanga á netinu og ætla að taka til á meðan skvísan sefur. ble
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli