Sumar eða haust?
Það er svo frábært veður úti. Við Sóldís fórum í göngutúr og ég keypti mér slúður og settist á bekk á meðan sú litla svaf... yndislegt. Dýrka þennan tíma. Peysuveður og allir litirnir að koma fram í trjánum.
Jæja aðeins rúm vika í ísl. og var að telja það saman að síðan við vorum á klakanum síðast hafa fæðst 6 lítil kríli sem við eigum eftir að skoða og 2 á leiðinni sem við náum að sjá líka... sem sagt 8 stykki! Maður er sem sagt kominn á barneignaraldurinn. Og 3 kríli á leiðinni í byrjun næsta árs, sem við vitum af... jih
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli