mánudagur, september 12, 2005

úff

hvað það er langt síðan ég bloggaði síðast. Andleysi og tímaleysi um að kenna.
Fengum Brynju, Trausta og Sölku Sól í heimsókn um helgina frá Aarhus. Var ekkert lítið huggulegt.
Alltaf verið að kveðja. Sverrir vinur Eika úr boltanum ásamt fjölskyldu var að flytja heim til Íslands í síðustu viku.

Æi annars er voða lítið að frétta. Við Sóldís María erum bara heima að dúlla okkur. Brjálað að gera hjá Eika og er því í skólanum alla daga allan daginn.
Svo er Eiki að fara á Klakamót (fótboltamót milli íslenskra fótboltafélaga í DK) næstu helgi í Aalborg og því verðum við einar heima alla helgina. Okkur Eika er báðum farið að kvíða fyrir :o)
Svo erum við orðin mjög spennt að fara heim til Íslands og monta okkur yfir litlu skvísunni okkar. Segi bara hér og nú að við getum ekki heimsótt alla. Þið verðið bara að koma að heimsækja okkur í Fífó eða V9. Hlökkum til að sjá ykkur

Engin ummæli: