þriðjudagur, september 27, 2005

Klukkið

1. Mig dreymir alveg fáranlega oft að ég sé úti í puplic með t.d. vinum á kaffihúsi og svo er einn sem segir “Nei heyrðu, Vigdís þú ert nakin!” og ég svona “æi, ohh, æi” og reyni svona aðeins að hylja mig en held bara áfram að vera á kaffihúsi

2. Ég heiti Vigdís Tryggvadóttir og ég er nammi-holic

3. Þegar ég kom fyrst til Danmörku þá þóttist ég vera svo góð í dönsku og hringdi á Domino´s til að panta pizzu. Eftir smá orðaskipti sagði gæinn eitthvað og ég þóttist vita hvað það væri og sagði “Og Cola” Hann:“Hvad!” Ég:“Cola, Coca Cola” Hann:”ER DET DIT NAVN??!”

4. Haustið ´99 lamaðist hálft andlitið á mér í ca. 3 vikur. Ekki er vitað með vissu af hverju

5. Ég sef eiginlega alltaf með opinn munninn

Engin ummæli: