föstudagur, febrúar 27, 2004

2 x ví ví

Mamma og pabbi og Arna litla systir ætla að heimsækja okkur í mars
Vvvííííí

Fékk frábæra símhringingu fyrr í kvöld frá Trausta og Brynju krúsídúllur. Lítil sæt stúlka kom í heiminn seinni partinn í dag. Stór og stæðileg með dökkt hár og sterka rödd. Trausti var á skýi.
Til hamingju elskurnar. Knús frá okkur á Solbakken.

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Jæja

haldiði ekki að ég sé komin með vinnu á Ítalíu frá og með mánaðarmót mars/apríl. Þetta er bær í Toscana, rétt hjá Pisa. Eru aðallega með hestaræktun en líka Golden Retriever hundaræktun. Vívíví.
Er sem sagt búin að ráða mig í mánuð til að byrja með og ef allt gengur vel verð ég lengur... annars held ég bara áfram á annan bæ. Þetta er nefnilega í gegnum samtökin sem ég talaði um áður og get því flakkað á milli bæja innan samtakanna.

Heilsan er enn í hakki. Og verst er að ég á að mæta á 20 tíma vakt í vinnuna á morgun. Vonum það besta.
Hilsen...

mánudagur, febrúar 23, 2004

Díses

Haldiði ekki að flensan hafi tekið sig upp aftur.
Vaknaði í morgun með hausverk, kvef, hálsbólgu, sviða og aum í augunum og búin að kasta upp 2.
puhh

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Róleg

Biðst forláts að láta svona langt líða á milli. Eins og Gunna sagði, busy með ryksuguna og tuskuna. Jeje

Var að koma úr ammmæli og var í öðru ammmæli í gær. Nóg að gera í þeirri deildinni.
Harpa vinkona átti í gær og Rakel sem býr hérna á kollegie-nu var með 60 manna partý í kvöld.

Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður er ekki að gera neitt. Næsta vika fer í skipulag á Ítalíuferðinni minni. Lítur allt út fyrir að ég fari via WWOOF samtökin, sem eru samtök áhugafólks um lífræna ræktun... sem hljómar misspennandi í augum lesenda. En ansi sniðugt þar sem maður getur flakkað á milli bóndabæja og þ.a.l. ferðast um mismunandi héröð á Ítalíu. En engin laun, bara fæði og húsnæði. Annars ekki auðvelt að finna vinnu.

Annars er það svefninn sem kallar. Eiki er að fara að keppa á morgun í handboltanum. Og ég ... já ég er að fara í brunch með Heiðu og Eydísi vinkonu hennar... þettalífþettalíf.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Godkendelse af orlov

Þá er það komið á hreint. Ég er komin í pásu frá skólanum.
Ætla að taka pásu í eina önn og koma fersk inn aftur í haust. Kemur eflaust mörgum á óvart.
Hugmyndin er að fara í 3-4 mánuði til Ítalíu og moka skít. Er samt ekki enn komin með vinnu, þannig að ef einhver veit um eitthvað eða veit hvernig maður finnur eitthvað þá endilega að hafa samband!
En hvað með Eika? Allt gert með hans samþykki og hann treystir sér vel til að elda matinn sinn sjálfur í nokkra mánuði...
...arrivederci!

mánudagur, febrúar 09, 2004

Hóst Hóst

Bbrrrr var lykilorðið fyrir Þorrablótið í ár. Skítkalt. Byrjaði aðeins að hlýna þegar fólkið fór að dansa. Við Eiki fórum reyndar ekki í matinn, heldur buðum Tati og Agga í íslenskt lambalæri og með því.... geðveikt gott. Skítamórall stóð fyrir dansi... og stóðu sig með prýði... ef maður er mikill mórals fan, þar sem að mínu mati, spiluðu aðeins of mikið af Skítamórals lögum.

Þynnkulaus sunnudagur. Gott mál. Fór í rjómakökuátveislu hjá Anne og svo hamborgaraátveislu með Friðsemd. Eiki aftur á móti í þynnku heima.

Heima í dag og get loksins "notið" þess að vera lasin... hóst hóst.

föstudagur, febrúar 06, 2004

Rectal Exploration...

...eða með öðrum orðum Hendi í rass, er það sem ég er búin að vera að gera í skólanum í vikunni. Á kú, nauti, gyltu og hesti. Stuðstuðstuð.
Var að koma heim eftir kýrnar og ég löggst upp í sófa lasin. Flensa.
Helgin framundan og stefnan tekin á Þorrablótið, reyndar ekki matinn. Vona að heilsan verði komin í lag.

mánudagur, febrúar 02, 2004

The Lost Mikrophone

Jæja fyrsti skóladagurinn í dag. Á ekki að mæta fyrr en klukkan hálftvö sem er ágætt.

Helgin ekkert lítið ljúf, aðallega vegna þess að ég þurfti ekki að hugsa um próf. Gekk reyndar ekki nógu vel í síðasta prófinu en nenni ekki að gráta það.

Vorum heima hjá Friðsemd og Jóni á föstudagskvöldinu í rólegheitum.
Tati og Aggi komu til okkar frá Malmø á laugardeginum og voru í mat og svo var spilað fram á nótt... og Aggi vann... enda ekki lítið ánægður. Fórum svo í bíó í gær, Tati og Aggi með, þau gistu hjá okkur. Lost in Translation varð fyrir valinu. Mjög góð, róleg og fyndin. Reyndar kom aðeins of oft fyrir að hljóðneminn sást hanga úr loftinu... veit ekki hvort þetta ætti að vera svona eða hvort við hefðum séð svona lélegt klip... eða ég get ekki ímyndað mér það. Fannst þetta soldið skrítið. En góð og á hrós skilið fyrir frumleika.