Jæja
Jú jú ég er á lífi.
Það er bara búið að vera brjálað að gera og hef ekki orkað eitt né annað.
Er sem sagt byrjuð í verklegu í skólanum og mér finnst ég vera að drukkna. Er á spítalanum í skólanum að taka á móti sjúklingum og standa undir yfirheyrslum frá kennaranum. Hausinn á manni er á yfirkeyrslu allan daginn og í ofanálag er ég með bölvaða kvefpest. Svo þegar dagurinn er búinn í skólanum tekur við lestur og undirbúningur fyrir næsta dag. En þetta er reyndar alveg hryllilega gaman enda að "leika" dýralækni alla daga.
Ég er búin að komast að því að ég hrjáist af ótrúlegri einbeitningaleysi. Ég get bara ekki verið 100% fókuseruð. Þoli það ekki. Var einu sinni með allt á hreinu, og svör við öllu. Eins og t.d. í dag þá spurði kennarinn mig hvað væri algengasti hjartasjúkdómur hjá köttum. Ég vissi það alveg en bara gat ekki flett því upp í kollinum á mér. Óþolandi. Ég er að fara að sofa klukkan 10 öll kvöld og tek inn lýsi, vítamín, steinefni og gingsen til að hjálpa en þetta er ekkert að lagast. Þegar ég fer að spá í það þá hefur þetta verið svona í allt of langan tíma. Hvernig í veröldinni get ég fengið einbeitninguna aftur?!
"Hvor er livet fru Stella!!" :o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ein matskeið af kanil á hverjum morgni ætti að redda málunum.
Ég er hrædd um að þetta sé eitthvað sem sé fylgifiskur barneigna og muni standa yfir þangað til börnin eru flogin úr hreiðrinu. Annars bara don´t worry, be happy...á eftir að sakna þín í kvöld í stelpugeimi hjá Sillu.
Já, ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu. Það er svo margt sem þú þarft að hafa á hreinu þar sem þú ert í skóla og ert móðir og eiginkona og allt það.
Ég er ekki með stórt heimili eins og þú en samt þarf ég að fletta og fletta í heilanum og oftast kemur bara ekkert hahaha.
Væri gaman að hitta ykkur bráðum
Kveðja Sara
það sem dóri gleymir er að það má alls ekki drekka neitt á meðan maður borðar kanilinn.
Skrifa ummæli