þriðjudagur, desember 20, 2005

Ó men...

...hvað ég er löt og léleg að blogga.
Ekki nóg með það að ég bloggi orðið sjaldan þá upp á síðkastið blogga ég orðið svo löng blogg, sem mér persónulegra leiðist. Hef alltaf verið svo hnitmiðuð í skrifum að það hefur háð mér í t.d. ritgerðasmíðum á minni skólagöngu. Veit ekki hvað er að gerast

Alla vega...
.. þá situr Eiki núna í síðasta prófinu sínu þessa önnina og verður svo í fríi til 1. feb!! Jibbííí!!!
Við Sóldís erum á leið niður í bæ og ég ætla að reyna að versla jólagjöfina hans Eika áður en hann hittir á okkur. Svo er bara tengdapabbi eftir, sem er hausverkurinn hver jól.
3 dagar í Ísland. 4 dagar til jóla!

Engin ummæli: