Jólagjöfin er ég og þú....
Já sjitt hvað ég hlakka til jólanna. Aðallega vegna þess að þá verður kallinn kominn í frí og hefur meira en mánuð til að dúllast með okkur mæðgum. Er orðin hundleið á þessu.
Fórum til Svíþjóðar í gær, s.s. við mæðgur ásamt Heiðu og Dóra. Eiki var auðvitað í skólanum. Þar hittum við á Malmø-búana Elínu Búa og Guðjón. Við þræddum flestar búðirnar í Malmø og var eitthvað verslað. Já og hún Vigdís Tryggvadóttir keypti á sig spariskó, sem er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að þeir voru með háum hæl!!! Já fyrsta skipti sem svoleiðis er verslað og varð Eiki mjög hissa þegar hann kom heim.
Við erum búin að vera að leita af kisukalli fyrir hana Alísu okkar. Óhætt að segja að hún sé að springa úr greddu. Gengur ekkert allt of vel, þar sem þeir verða nú að vera hreinræktaðir og óskyldir og helst nálægt Køben. Erum búin að finna 2 á Jótlandi en bara soldið vesen að fara þangað ein með hana og litlu skvís í lestinni.
Sóldís María hefur svo verið með einhverja mannafælu takta. Sem er ekkert allt of gott þar sem við Eiki eigum miða á Franz Ferdinand á föstudaginn og Heiða frænka ætlaði að passa. Svo var hún reyndar ótrúlega lítið hrædd um helgina og því er smá von enn að við komumst bæði. Heiða ætlar að koma annað kvöld að passa á meðan við Eiki troðum okkur í heimsókn hérna á kollegieinu. Smá test. Vona að það gangi upp. Þá fer Heiða bara í staðinn fyrir mig. Ekki get ég skikkað Eika til að vera heima þar sem hann fékk miðana í afmælisgjöf :o)
Reyndar er ég að fara ásamt Heiðu á Fugees tónleika í kvöld. Verður forvitnilegt að sjá. Hlakka svo til að sjá Lauryn Hill þar sem hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Fór reyndar á þau þegar þau voru á Íslandi ´97 en skemmti mér ekkert svo vel, þar sem ég var nýkomin úr aðgerð og félagsskapurinn fannst tónlistin þeirra ekkert skemmtileg.
Óver end át
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli