sunnudagur, nóvember 06, 2005

...Ísland-Danmörk

Jæja þá er maður kominn aftur í Baunalandið. Reyndar löngu komin en bara búin að vera löt að skrifa.
Var frekar erfitt að kveðja föðurlandið og íbúa þess, en stutt í að við komum aftur :o)
Maður náði ekki að gera allt sem maður ætlaði sér frekar en fyrri daginn. Hitti samt sem flesta sem skiptir mestu máli.
Jæja hversdagslífið komið á fullt með bílaleysi, göngutúrum og mødregruppe.

Lilja náði svo loksins að koma frá sér barninu. Endaði með að hún var sett af stað. Til lykke með litla elsku Lilja, Eyjó, Bergdís og Magdalena. Hlakka mega til að heyra nafnið á prinsinum

Svo var hið umtalaða Sálarball í gærkvöldi. Veit ekki betur en fólk hafi skemmt sér vel og mér skilst að þeir hafi tekið Sódóma tvisvar... hmm! En alla vega ég var alveg laus við alla þörf fyrir að mæta á þetta ball og græt það ekki.

Úff andleysið er alveg að drepa mig þessa dagana ... ble...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

buy tramadol buy cheap tramadol - order tramadol no script

Nafnlaus sagði...

buy phentermine without prescription phentermine 50 - phentermine 30 mg capsules side effects