þriðjudagur, október 25, 2005

Danmörk-Ísland...

Jæja þá erum við komin á klakann, reyndar fyrir 11 dögum síðan.
Úff hvað við erum búin að hafa það gott.... og gaman. Er búið að vera mikið að gera að heimsækja og fá fólk í heimsókn. Svo eru búnir að vera fullt af stórviðburðum.
Búi hélt upp á sextugs afmælið sitt kvöldið sem við komum.
Elín og Örn Ingi giftu sig svo á föstudaginn síðasta.
Og Sóldís María var svo skírð á sunnudaginn í sveitinni.

Áttum frábæran dag í gær þar sem Gunna og Grímur náðu í okkur og við skelltum okkur í kvennagönguna. Fórum svo á kaffihús og fengum okkur hressingu. Sóldís María svaf eins og engill allan tímann og vaknaði ekki fyrr en við vorum komin aftur í Fífó.

Annars vottar fyrir smá heimþrá til Íslands, svona Sóldísar vegna. Finn hvað hún er að fara á mis við ömmur og afana og alla hina. En við verðum þá bara rumpa þessum skólum af og drífa okkur á klakann.
En núna er ég komin með smá heimþrá til Danmerkur. Við Sóldís kvöddum nefnilega Eika í gærmorgun með tárum. Er farin að hlakka til að knúsa hann á sunnudaginn og Eiki fær eflaust stórt bros frá Sóldísi Maríu

Engin ummæli: