miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ástand

Eiki er veikur, eiginlega bara fárveikur og ég og Sóldís María erum með kvef og hálsbólgu. Ég er orðin ekkert lítið þreytt á þessu heilsuleysi sem hefur verið að hrjá okkur. Annars er ég búin að leika einhleypa móðir síðustu daga. Brjálað að gera hjá Eika í skólanum og hefur verið að skríða upp í eftir að við mæðgur erum farnar að sofa og farinn áður enn við vöknum. Svo núna er hann það veikur að hann á eftir að koma lítið að Sóldísi. Held að þessi veikindi hans hafi eitthvað með það að gera að það sé búið að vera svona mikið álag á honum, alla vega ekki hjálpað til.

Hef verið að hugsa til Heiðu systir síðustu daga en hún er á Kúbu. Ó men hvað ég væri til í að vera á Kúbu núna! Djö öfunda ég hana. Það er sko farið að kólna hérna í DK, er að skifta frá hausti yfir í vetur. Ætla samt ekki að kvarta yfir veðrinu hér, búið að vera gott haust. Af hverju fer maður alltaf að tala um veðrið?!

Engin ummæli: