föstudagur, nóvember 25, 2005

HP

Fór á Harry Potter 4 ásamt Heiðu og Dóra á miðvikudaginn. Skemmti mér konunglega. Mjög flott mynd. Mér finnst hann Ron Weasley (Rupert Grint) vera langbestur.
Talandi um HP þá kláraði ég nr. 6 í síðustu viku og var bara hálf pirruð eftir það. Fannst eins og ég hafi verið plötuð í öllum hinum 5 bókunum. Held samt að það verði eitthvað mega twist í nr. 7 í kringum það hvernig hún endaði. Jæja nóg um HP.

Það snjóar úti. Fyrsti snjórinn þennan veturinn og skítkalt. Er í svona "nenni ekki neinu" stuði og er ekki einu sinni búin að klæða mig og klukkan orðin hálf 3. Sit hérna í náttbuxunum og með hárið allt út í loftið.
Eigum von á Dóra í mat. Þeir eru svo að fara á Mugison í kvöld í Vega ásamt öllum hinum íslendingunum, fyrir utan mig og hinna barnanna. Ég er því barnapía í kvöld því Arnaldur litli ætlar að vera hjá okkur Sóldísi Maríu. Hann er rétt tæplega 1 árs. Vona bara að það eigi eftir að ganga vel.

Helgi framundan og 2 afmælisboð komin. Hlakka til.

Engin ummæli: