Sumarið er tíminn
Jæja það er komið sumar. Það var svo heitt í gær að ég var nær því að kafna. Fólk var farið að strippa og sólbaða sig hérna á túninu fyrir framan húsið okkar. Svo var rigning í dag en samt ennþá yfir 15 stiga hiti.
Heyrði í Heiðu í gær og var rosa gott hljóð í henni. Sagði að þetta væri búið að vera meira en frábært og var að segja mér þvílíkar ljónasögur, er sem sagt búin að sjá fullt af kisum. Er í Namibíu núna.
Annars er orðið svo fínt inni í svefnherbergi hjá okkur. Allt komið með sinn stað í hillum og skápum að ég tími varla að taka bækurnar úr hillunum til að lesa fyrir próf....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli