Lærdómur
er það eina sem kemst að á þessum bæ eins og á fleirri bæjum á þessum árstíma.
Eiki er búinn að vera á fullu í verkefnaskilum þessa vikuna og er að læra langt fram eftir nóttu til að ná að klára. Sjálf er ég í verklegu í skólanum sem tekur vel á líkamlega og því lítil orka eftir fyrir próflesturinn.
Ji svo er ég að fara að gera svo skemmtilegt á þriðjudaginn. Þar sem er mæting í ZOO hérna í Kaupmannahöfn og fáum að skoða og meðhöndla svona exotisk dýr, þá meina ég t.d. slöngur og eðlur og köngulær og svoleiðis sem fólk hefur hugsanlega sem gæludýr heima hjá sér... fáum víst lítið að meðhöndla fíla og svoleiðis :(
Er ekki alveg viss hversu villt ég verð í þessu þar sem ég fæ hroll við tilhugsunina að sjá svona Tarantúlu-könguló... hvað þá að halda á einu svoleiðis... við ráðum víst hversu langt við förum en þetta er einstakt tækifæri að komast í nánd við svona dýr, sérstaklega ef maður fer að vinna við þetta á Íslandinu þar sem það eru "ekki" svona dýr þar.... vegna þess að það er bannað...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli