þriðjudagur, maí 17, 2005

Hetja og aumingi

Stundum er maður bara fífl!

Dagurinn byrjaði ljúflega. Mæting í ZOO og "klappað" fullt af dýrum. Hápunkturinn var þegar ég hélt á RISA könguló (Tarantula) eða Fugleedderkop eins og Danirnir kalla þær (vegna þess þær geta veitt fugla). Algjör hetja. Náði fullt af góðum myndum... sem já ég vildi ég gæti sýnt ... en nei...

Haldiði ekki að auminginn ég hafi annað hvort gleymt fokkins myndavélinni í ZOO eða náð að láta stela henni af mér í strætó á leiðinni í skólann!!! Ég vona svo heitt að ég hafi gleymt henni í ZOO því við vorum á svona svæði sem er lokað fyrir almenning og því möguleiki á að hún skili sér en hef ekkert heyrt neitt frá þeim í dýragarðinum og er búin að hringja 3 til að athuga hvort þeir séu búnir að finna hana. Glæný myndavél... Canon Ixus 4o... gæti farið að gráta...

Engin ummæli: