x4
Það hefur heldur betur bæst í fjölskylduna hjá okkur Eika í vikunni.
Á mánudaginn þá eignaðist Ösp frænka mín tvo litla stráka. Þeir voru heldur betur að drífa sig í heiminn þar sem það var ekki von á þeim fyrr en í lok júlí. Allir þó við góða heilsu miðað við aðstæður :)
Svo á þriðjudaginn eignaðist Elín frænka hans Eika tvö lítil kríli. Og allir við góða heilsu á þeim bænum líka :)
Til hamingju öll sömul
Annars kemst lítið annað en lærdómur að á þessum bæ
föstudagur, maí 27, 2005
þriðjudagur, maí 17, 2005
Hetja og aumingi
Stundum er maður bara fífl!
Dagurinn byrjaði ljúflega. Mæting í ZOO og "klappað" fullt af dýrum. Hápunkturinn var þegar ég hélt á RISA könguló (Tarantula) eða Fugleedderkop eins og Danirnir kalla þær (vegna þess þær geta veitt fugla). Algjör hetja. Náði fullt af góðum myndum... sem já ég vildi ég gæti sýnt ... en nei...
Haldiði ekki að auminginn ég hafi annað hvort gleymt fokkins myndavélinni í ZOO eða náð að láta stela henni af mér í strætó á leiðinni í skólann!!! Ég vona svo heitt að ég hafi gleymt henni í ZOO því við vorum á svona svæði sem er lokað fyrir almenning og því möguleiki á að hún skili sér en hef ekkert heyrt neitt frá þeim í dýragarðinum og er búin að hringja 3 til að athuga hvort þeir séu búnir að finna hana. Glæný myndavél... Canon Ixus 4o... gæti farið að gráta...
Stundum er maður bara fífl!
Dagurinn byrjaði ljúflega. Mæting í ZOO og "klappað" fullt af dýrum. Hápunkturinn var þegar ég hélt á RISA könguló (Tarantula) eða Fugleedderkop eins og Danirnir kalla þær (vegna þess þær geta veitt fugla). Algjör hetja. Náði fullt af góðum myndum... sem já ég vildi ég gæti sýnt ... en nei...
Haldiði ekki að auminginn ég hafi annað hvort gleymt fokkins myndavélinni í ZOO eða náð að láta stela henni af mér í strætó á leiðinni í skólann!!! Ég vona svo heitt að ég hafi gleymt henni í ZOO því við vorum á svona svæði sem er lokað fyrir almenning og því möguleiki á að hún skili sér en hef ekkert heyrt neitt frá þeim í dýragarðinum og er búin að hringja 3 til að athuga hvort þeir séu búnir að finna hana. Glæný myndavél... Canon Ixus 4o... gæti farið að gráta...
fimmtudagur, maí 12, 2005
Lærdómur
er það eina sem kemst að á þessum bæ eins og á fleirri bæjum á þessum árstíma.
Eiki er búinn að vera á fullu í verkefnaskilum þessa vikuna og er að læra langt fram eftir nóttu til að ná að klára. Sjálf er ég í verklegu í skólanum sem tekur vel á líkamlega og því lítil orka eftir fyrir próflesturinn.
Ji svo er ég að fara að gera svo skemmtilegt á þriðjudaginn. Þar sem er mæting í ZOO hérna í Kaupmannahöfn og fáum að skoða og meðhöndla svona exotisk dýr, þá meina ég t.d. slöngur og eðlur og köngulær og svoleiðis sem fólk hefur hugsanlega sem gæludýr heima hjá sér... fáum víst lítið að meðhöndla fíla og svoleiðis :(
Er ekki alveg viss hversu villt ég verð í þessu þar sem ég fæ hroll við tilhugsunina að sjá svona Tarantúlu-könguló... hvað þá að halda á einu svoleiðis... við ráðum víst hversu langt við förum en þetta er einstakt tækifæri að komast í nánd við svona dýr, sérstaklega ef maður fer að vinna við þetta á Íslandinu þar sem það eru "ekki" svona dýr þar.... vegna þess að það er bannað...
er það eina sem kemst að á þessum bæ eins og á fleirri bæjum á þessum árstíma.
Eiki er búinn að vera á fullu í verkefnaskilum þessa vikuna og er að læra langt fram eftir nóttu til að ná að klára. Sjálf er ég í verklegu í skólanum sem tekur vel á líkamlega og því lítil orka eftir fyrir próflesturinn.
Ji svo er ég að fara að gera svo skemmtilegt á þriðjudaginn. Þar sem er mæting í ZOO hérna í Kaupmannahöfn og fáum að skoða og meðhöndla svona exotisk dýr, þá meina ég t.d. slöngur og eðlur og köngulær og svoleiðis sem fólk hefur hugsanlega sem gæludýr heima hjá sér... fáum víst lítið að meðhöndla fíla og svoleiðis :(
Er ekki alveg viss hversu villt ég verð í þessu þar sem ég fæ hroll við tilhugsunina að sjá svona Tarantúlu-könguló... hvað þá að halda á einu svoleiðis... við ráðum víst hversu langt við förum en þetta er einstakt tækifæri að komast í nánd við svona dýr, sérstaklega ef maður fer að vinna við þetta á Íslandinu þar sem það eru "ekki" svona dýr þar.... vegna þess að það er bannað...
fimmtudagur, maí 05, 2005
miðvikudagur, maí 04, 2005
Sumarið er tíminn
Jæja það er komið sumar. Það var svo heitt í gær að ég var nær því að kafna. Fólk var farið að strippa og sólbaða sig hérna á túninu fyrir framan húsið okkar. Svo var rigning í dag en samt ennþá yfir 15 stiga hiti.
Heyrði í Heiðu í gær og var rosa gott hljóð í henni. Sagði að þetta væri búið að vera meira en frábært og var að segja mér þvílíkar ljónasögur, er sem sagt búin að sjá fullt af kisum. Er í Namibíu núna.
Annars er orðið svo fínt inni í svefnherbergi hjá okkur. Allt komið með sinn stað í hillum og skápum að ég tími varla að taka bækurnar úr hillunum til að lesa fyrir próf....
Jæja það er komið sumar. Það var svo heitt í gær að ég var nær því að kafna. Fólk var farið að strippa og sólbaða sig hérna á túninu fyrir framan húsið okkar. Svo var rigning í dag en samt ennþá yfir 15 stiga hiti.
Heyrði í Heiðu í gær og var rosa gott hljóð í henni. Sagði að þetta væri búið að vera meira en frábært og var að segja mér þvílíkar ljónasögur, er sem sagt búin að sjá fullt af kisum. Er í Namibíu núna.
Annars er orðið svo fínt inni í svefnherbergi hjá okkur. Allt komið með sinn stað í hillum og skápum að ég tími varla að taka bækurnar úr hillunum til að lesa fyrir próf....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)