föstudagur, október 29, 2004

Tilraun

...til að halda mér vakandi.
Oj hvað ég er þreytt. Klukkan er 5 og 6 tímar eftir af vaktinni. Þetta er allt of gott insúlín sem við erum að testa því það er ennþá að virka sem þýðir bara að ég þarf að taka fleirri prufur. Gott fyrir NovoNordisk, ekki svo gott fyrir mig. Yfirmaðurinn minn sagði að þetta insúlín næði á lokastigið núna og því líklegt að það fari á markað í náinni framtíð... þeir eru voða ánægðir með það. Gaman að vita að maður er ekki að þessu til einskins.
Ég fékk 4 tíma áðan til að sofa sem er óvenjulega lengi en auðvitað gerði ég lítið annað en að velta mér til skiptis á vinstri og hægri hliðina. Ég er svo kóngulóahrædd og var alltaf að ímynda mér að það væri ein að labba á mér. Ég sá nefnilega svo ógeðslega kónguló um daginn á sama stað og ég svaf.. hún var huge.. og loðin í þokkabót. Oj
Jæja ætla að halda áfram að lesa um bakteríuna Clostridium perfringens... en fyrst prufur...ciao

miðvikudagur, október 27, 2004

Úff

Við fengum litlu kisu á fimmtudaginn og erum búin að knúsa og kjassast með hana síðan. Hún skoðaði sig um í korter og var svo bara hress með flutninginn, pissaði strax í kassann:)
Smátt og smátt er hún að reyna að ná stjórninni á heimilinu og tekst henni ágætlega. Við erum búin að vakna allar nætur með hana á milli okkar og í síðustu nótt var Eiki í bardaga við hana um koddann sinn. Hún lætur líka heyra í sér, t.d. ef maður tekur hana niður af borði þar sem hún má ekki vera og svona og reynir svo aftur og aftur. Annars er hún algjör kelirófa og nautnaseggur og vill helst sofa í fanginu á okkur á milli þess sem hún vill að við leikum við hana. Athyglissjúk er hún líka.. ójá.

Gunna og Villi eru búin að nefna litla prinsinn sinn og fékk hann það flotta nafn Grímur Steinn Vilhjálmsson.. Hörkunafn fyrir harðann gæja! Annars heilsast öllum vel og voru þau að koma heim í dag af spítalanum. Gunna sagði að hann væri sko sáttur heima og væri búinn að sofa í allan dag.

Ég verð rangeygð af vinnu og lestri fljótlega. Tók á mig allt of mikla vinnu fram að áramótum. Verð í 63% vinnu í október og 73% vinnu í nóvember samkvæmt útreikningum mínum... það er náttúrulega ekki í lagi þegar maður er svo í fullu námi. Ætla að ræða þetta aðeins við yfirmenn mína í fyrramálið þegar ég klára vaktina mína og stinga upp á við þær að bæta við mannskapinn... þýðir ekki að bæta við vinnu og ráða ekki fleirri inn.

Annars er heimþráin ekkert að dvína. Manni langar alltaf heim þegar það er svona mikið um að vera hjá fólki sem maður þykir vænt um, hvort sem það eru góðar fréttir eða ekki svo góðar fréttir... og gefa þeim eitt stórt knús

þriðjudagur, október 19, 2004

191004

Guðrún Ásta vinkona mín og Villi hennar eignuðust lítinn prins klukkan 01:37 í nótt. Hann er 15 merkur (3760 gr) og 52 cm. Allir sprækir.
Mér finnst eins og ég sé orðin frænka þar sem við Gunna höfum þekkst since forever og hún var nú hálfgerður heimalingur í Nýjabænum.

Ef það er einhver tími til að fá heimþrá þá er það núna. Tilhugsunin að ég geti ekki séð þau öll fyrr en eftir einhverja mánuði er óskemmtileg.

Til hamingju Gunna og Villi og Siggi og Dísa og Mási og Hildur og Óli og allir hinir
Knús og meira knús og kossar frá okkur á Solbakken. Love

föstudagur, október 15, 2004

ein vika

Tinna vinkona mín var í heimsókn hjá okkur um helgina. Var m.a. verslað og skellt sér í dýragarðinn. Áttum góðar stundir og rifjuðum upp gamla tíma.
Svo fórum við til Århus í vikunni og hittum á litlu fjölskylduna á Mejlgade. Alltaf jafn notalega að heimsækja Brynju og Trausta og núna líka Sölku Sól litlu skvís. Takk fyrir okkur.

en eftir eina viku kemur Alísa heim. Og eins og heyra má er ég orðin spennt.

miðvikudagur, október 06, 2004

Gummi og Lisa

Hugsa sér. Það er kominn október og meira en mánuður búinn af skólanum. Og eins og Sara segir er alvaran tekin við.

Gummi Jóh, Bendt og Bjarki voru í Køben um helgina og Gummi fékk að gista á gólfinu. Þeir ásamt Eika og Hlyn skelltu sér á tónleika með The Magnetic Fields sem mér skilst hafi verið drullu góðir. Annars var bara pöbbarölt og hygge. Gummi eldaði nú ekki fyrir okkur eins og var lofað en í staðinn bauð hann okkur út að borða kallinn og mange tak fyrir það.

Við Eiki fórum á tónleika í gærkvöldi með Lisu Ekdahl. Langþráðir tónleikar hjá mér. Hún var einmitt að gefa út nýjan disk sem heitir Olyckssyster og hefur fengið góða dóma. Þetta er fyrsti diskurinn í átta ár sem hún gefur út á sænsku. Það voru fullt af lögum sem voru mjög góð við fyrstu hlustun, m.a. titillag plötunnar, Olyckssyster, og lag sem heitir Hon förtjänar hela himlen. En hún tók líka nokkur gömul góð lög og flest af debut plötunni hennar frá 1994. Lög eins og Öppna upp dit fönster og Vem vet og uppáhalds lagið mitt Benen i kors og ekki frá því að ég feldi tár þegar hún tók Du sålde våra hjärtan.