föstudagur, desember 12, 2008

T minus 4

Jæja 4 dagar í settan dag og mín orðin skemmtilega mikið ólétt í framan... það er alveg eins og ég hafi verið að fá mér fyllingu í varirnar og sé nýstaðin upp úr rúminu eftir 3 daga konstant saltát.

Fólk er líka farið að hafa á orð við mig hvað ég væri orðin stór, og þá er ég ekki að meina vinir okkar hérna, heldur starfsfólk í búðum og fólk í strætó.
Starfsmenn í leikskólanum hennar Sóldísar hafa stórar áhyggjur af mér og hafa m.a. spurt hvort þau geti ekki hjálpað mér að koma Sóldísi í útifötin þegar ég sæki hana. Ein setti upp stór augu þegar hún heyrði í gær að ég væri á leið niður í bæ í jólagjafaleiðangur en ekki upp í sófa.

Gaman að þessu.

4 ummæli:

Ásta sagði...

Hmm, minnir ískyggilega á þessa daga hjá mér fyrir 2 árum, nema ekki átti ég barn að sækja í leikskólann;) Ég var reyndar komin framyfir, en var með svo mikinn bjúg að ég komst ekki í neina skó, og var plantað í sófann af Jákupi:D Það verður spennandi að sjá hvort krílið lætur sjá sig á settum degi! Því fyrr því betra;)

Nafnlaus sagði...

Tek undir med Ástu, vona bumbubúinn komi a settum degi svo thu verdir lettari;) Ogisslega erfidir thessir sidustu dagar, reyndu samt ad njota theirra Vigdís mín. Kv. Sigga i Odense

Unknown sagði...

baráttukveðjur frá Sviss Vigdís mín :)

Dögg

Nafnlaus sagði...

Bíð spennt eftir fréttum af komu bumbubúans! :) Knús og kveðjur!