fimmtudagur, desember 18, 2008

40vikur2dagar-skítur og drulla

Nú er ég komin 2 daga framyfir settan dag. Og er bara hálf fegin því það er enginn á þessu heimili í ástandi til að fæða, taka á móti eða sinna litlu barni.
Inflúensan bankaði hér á dyrnar á mánudaginn og erum við öll löggst. Ég hef þó hingað til verið skást, s.s. ekki fengið þennan mega háa hita sem hin 2 hafa verið að glíma við. En ljótur hósti og stútfull af kvefi. Svefnlitlar og jafnvel lausar nætur, bæði vegna hósta og vegna einnar 3 ára sem er búin að vera fárveik.

Var hjá ljósmóður áðan og kom hálf bogin og hóstandi inn til hennar. Fyrsta sem hún sagði við mig var að ég væri ekkert að fara að eiga í dag eða á morgun. Nú? spyr ég. Já þá er það þannig að líkaminn heldur aftur af sér að fara að fæða ef maður er með flensu. Pínku fúlt en sniðugt samt sem áður hugsaði ég.

Er nefnilega búin að stefna á 19. des., eins mikið og maður getur haft stjórn á því :o) Við Eiki byrjuðum nefnilega saman 19., giftum okkur 19. og við Sóldís eigum afmæli 19. Það hefði s.s. passað inn í systemið :o) Þá er bara að koma með það þann 30. (huhh hummm) svo að það eigi sama afmælisdag og Eiki!

Anyways... er það flensan sem fyllir huga okkar þessa dagana. Later.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff úff úff, látið ykkur nú batna og hafið það ofsa gott. Bíð spennt, eins og allir aðrir í kringum ykkur og þið auðvitað, eftir að heyra af nýjasta meðlimnum.

kv.Gunna

Ásta sagði...

Ææ leiðinlegt að heyra hvað þið eruð lasin!:( Vonandi batnar ykkur mjög fljótlega og drífið þetta af fyrir jól! Ég fylgist spennt með:)

Nafnlaus sagði...

Jæja þá er nítjándi upprunninn... spennandi :) En vonandi batnar ykkur sem fyrst.
Kveðja Friðsemd

Stizzling sagði...

Segi það sama.. Spennó!
Vona að ykkur líði betur,
Knús og kossar!!