fimmtudagur, maí 01, 2008

21. maí

Þá veit maður hvað maður er að fara að gera þann dag.
Mínir menn unnu 1-0 á móti Barcelona eftir æsispennandi leik.

Og það verða víst Chelsea sem við mætum.

En ég er ekki að fatta reikninginn á þessum stigum (aggregate).
Sko fyrri leikurinn fór 1-1 og því samkvæmt mínum útreikningum 2-1 agg. fyrir Chelsea.
Svo fór leikurinn 3-2 fyrir Chelsea sem gefur:
Chelsea: 2+3=5
Og Liverpool: 1+(2x2)=5

En hvernig geta þá t.d. ESPNsoccernet.com fengið það út að það sé 4-3 agg. fyrir Chelsea?
Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?

4 ummæli:

Tinna sagði...

Vá ég er búin að lesa þetta fimm sinnum og ég skil ekki enn hvað stendur þarna....golfranska fyrir mér;)

Unknown sagði...

Hæ Vigdís

Þettað er þannig að útivallarmark gildir bara "tvöfalt" ef jafnt er, þeas ef leikurinn hefði endað 2-2 þá hefði Liverpool farið áfram á fleiri skoruðum mörkum á útivelli. Þannig það gildir ekki alltaf tvöfalt eins og sagt er.

Kveðja frá Aalborg

P.S verst að rétta liðið vann ekki í gær :)

Nafnlaus sagði...

Flottur dagur:)

Veit að ég ætla að gera eitthvað allt annað en að horfa á fótbolta!

Nafnlaus sagði...

Ég get allavega sagt þér Vigdís mín hvað ég ætla EKKI að gera 21.maí.
Ekkert bitur sko..........:)