7 ár
Jæja í dag erum við Eiki búin að búa í baunalandinu í 7 ár!
Við fórum á smá "sakna Íslands" tímabil í vetur og eyddum fleirri fleirri klukkutímum á mbl.is/fasteignir að finna draumastaðinn, en erum eiginlega komin yfir þetta núna. Enda mjög óspennandi tilhugsun að flytja heim í dag, nánast ógerlegt. Ég er búin með námið í janúar/febrúar á næsta ári og við tökum þá bara púlsinn aftur þá.
Solbakken er okkar heimili og er ég svo super ánægð með hann. Þetta er nú ekki fallegasta húsið í heimi, en íbúðirnar eru fínar og bjartar og fullt af góðu fólki sem býr hér. Finnst soldið skrýtið að við eigum bara ár eftir á bakkanum en það verða stór kaflaskipti þegar það kemur að flutningum. Hvert sem það nú verður.
Skólinn. Fór til námsráðgjafa um daginn og ég á bara 2 próf eftir og verja lokaverkefni. Þetta finnst mér nokkuð magnað þar sem ég er búin að taka um 30 próf hingað til. Yndislegt.
Læt þetta duga í bili...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
já, mann langar nú bara til að flýja land! Sem betur fer á maður fasteign það var nógu erfitt að kaupa þegar ég var að því, hvað þá núna!
kv Gunna
Já, þetta er erfitt og hundfúlt með efnahaginn á klakanum, en það getur ekki verið annað en að þetta gangi yfir....á endanum.
En ef/þegar þið komið verður gott að hitta ykkur oftar og bjóða ykkur í mat og bjór og spil.
Líka gott að fá úrvalsdýralækni sem grætur með mér þegar Moli minn er lasinn! :) Þú ert æði Vigdís mín.
Ég get nú ekki neitað því að það væri frábært að fá ykkur heim...en skil þó vel að það sé ýmislegt sem heldur í ykkur úti.
Já og svo ætlaði ég bara að benda mjög pent á það að það þarf ekkert endilega að fjárfesta sér í húsi á höfuðborgarsvæðinu...skikkanlegra verð út á landi...til dæmis Hvolsvelli...hehemm...þar er enginn dýralæknir heldur;)
Skrifa ummæli