miðvikudagur, apríl 09, 2008

P.S. I Love You

Er ein mesta chickflick myndin sem ég hef séð.

En ó my god hvað ég grenjaði mikið yfir henni.
Svo kom ég heim og grenjaði í aðrar 45 mín.
Á meðan ég sat og horfði á Liverpool vs. Arsenal með Eika. Veit ekki hvort það hafi verið út af því Liverpool vann, eða hvort ég væri enn að gráta út af myndinni...

Nei en öllu gríni slepptu þá er ég stundum ekki í lagi. Empathy should be my middle name.
Stelpurnar í skólanum mínum halda að ég sé rugluð því ég græt endalaust með dýraeigendunum, hvort sem það er gleði eða sorg. Og stundum jafnvel meira en eigandinn sjálfur.

En ef þið viljið losa spennu og gráta og hlæja til skiptis, þá mæli ég með P.S. I Love You. Svo skemmir ekki fyrir að Gerard Butler leikur aðalhlutverkið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oh my god, mynd fyrir mig:-) Verð að sjá hana, er búin að lesa bókina. Er nú frekar meir svona dags daglega, en þessa dagana mun verri. Hef samúð með þér elskan:-)