Vika Dauðans
Auðvitað varð Sóldís veik um leið og skólinn byrjaði aftur eftir 3 vikna frí! Og til að toppa það þá er skyldumæting hjá mér og deadline í vinnunni hjá Eika.
Þannig síðustu dagar hafa verið þannig að ég mæti í skólann og þegar ég kem heim fer Eiki í vinnuna og vinnur fram á kvöld.
En vikan er ekki búin og stefnir í að Eiki mæti í vinnuna bæði lau og sun og einhvers staðar þarna inn á milli verð ég að grípa í bækurnar.
Fyrir öllu er þó að heilsan á Sóldísi orðin mun betri.
Hvar eru ömmurnar þegar maður þarf á þeim að halda!!! :o)
En núna ætla ég að elda nautasteikina og opna rauðvínið, enda ekki á hverjum degi sem kallinn á afmæli...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Til hamingju með karlinn og vonandi batnar Sóldísi sem fyrst. Góða helgi!
Hamingju með kallinn!!!
Til hamingju með húsbóndann kæru Sólbakka-íbúar.
Til hamingju með kallinn! Amman hans Gríms fór einmitt til Köben akút síðasta sunnudag til að passa svo að barnið gæti farið að ná sér almennilega! Maður lifir greinilega lúxuslífi með því að hafa tvær ömmur til að grípa í og púsla saman pössun í veikindum!
En vonandi er daman orðin hress!
kv Gunna
Til hamingju með kallinn! Gott að snúllan sé að hressast;)
Til hamingju með húsbóndann!!
Knús
Endilega sendu hamingjuóskir til karlsins
Hæ sæta, ekkert blogg lengi.....hvernig gengur jólaundirbúningurinn í DK?
Mig vantar svo adressuna hjá ykkur og Sigga líka, finn ekki listann minn góða:-)
kv. Ástrós
Skrifa ummæli