Rectal exploration
Jæja mín á leið til Jótlands í 4 daga á vegum skólans.
Þetta er fyrsta af þremur ferðum mínum (þó sú þriðja mun styttri, eða ein nótt).
Og hvað er mín að fara að gera. Jú það er þetta stereotype job sem allir vita að dýralæknar gera, eða rectal exploration eins og það heitir. Þarna eiga kýrnar eftir að standa í röðum og mín með hanskann upp á axlir. Tilgangurinn er til að greina hvort kýr eru með kálf og hversu langt þær eru komnar.
En ég verð sem sagt í 4 daga og svo verður farið til Berlinar í 4 daga og svo fer ég aftur fljótlega í 4 daga á Jótland. Sem þýðir að á einum mánuði verð ég 12 daga í burtu frá Sóldísi. Líst ekkert á þetta. Þá held ég að mömmustelpu vs. pabbastelpu keppnin sé töpuð.
Hún verður Heiðu og pabbastelpa áður en það kemur október.
Heyrumst eftir óteljandi hanska, sleipikremi og kúarössum seinna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Veistu ég bara öfunda þig. Af óskiljanlegum ástæðum langaði mig alltaf að fá svona langan plasthanska og hjálpa sæðaranum þegar ég var upp á Kaldbak. Fyrst mokaði hann skítnum svona út og svo kafaði hann alveg á bólakaf...langaði alltaf að vita hvernig tilfinning það væri að vera með hendina á bólakafi í belju.
Góða skemmtun í rassaskoðuninni Vigdís mín!
Sæl Vigdís
Ætlaði bara að kasta kveðju á þig, kíki stundum hér við. Getur kíkt í kaffi þegar að þú kemur á Norður-Jótlandið.
Kveðja Hannes Árna
Mmmmm, hljómar....vel. Nei, án gríns, þá er þetta spennandi! Góða ferð:) Við erum að flytja á dögunum. Ef þú vilt kók eða kaffi eða te á Fjóni þá ertu velkomin!
Jæja elskan, góða skemmtun:-) Vildi ekki vera í þínum sporum, þ.e. með plasthanskann og allt.....
Öfunda þig heldur ekki af fjarveru frá prinsessunni....en það er bara gott að koma heim aftur:-)
rectal exploration
Það er ekki annað hægt að segja en hrikalega er ég ánægður að við höfum ekki öll sömu áhugamálin. Og ég held bara að þú verðir að bjóða henni Tinnu vinkonu þinni í einhverja af þessum ferðu því þar er rectal exploration manneskja á ferðinni.
Skrifa ummæli