miðvikudagur, nóvember 30, 2005

25

Hann á afmæl´í dag
Hann á afmæl´í dag
Hann á afmæl´ann Eiki
Hann á afmæl´í dag

föstudagur, nóvember 25, 2005

HP

Fór á Harry Potter 4 ásamt Heiðu og Dóra á miðvikudaginn. Skemmti mér konunglega. Mjög flott mynd. Mér finnst hann Ron Weasley (Rupert Grint) vera langbestur.
Talandi um HP þá kláraði ég nr. 6 í síðustu viku og var bara hálf pirruð eftir það. Fannst eins og ég hafi verið plötuð í öllum hinum 5 bókunum. Held samt að það verði eitthvað mega twist í nr. 7 í kringum það hvernig hún endaði. Jæja nóg um HP.

Það snjóar úti. Fyrsti snjórinn þennan veturinn og skítkalt. Er í svona "nenni ekki neinu" stuði og er ekki einu sinni búin að klæða mig og klukkan orðin hálf 3. Sit hérna í náttbuxunum og með hárið allt út í loftið.
Eigum von á Dóra í mat. Þeir eru svo að fara á Mugison í kvöld í Vega ásamt öllum hinum íslendingunum, fyrir utan mig og hinna barnanna. Ég er því barnapía í kvöld því Arnaldur litli ætlar að vera hjá okkur Sóldísi Maríu. Hann er rétt tæplega 1 árs. Vona bara að það eigi eftir að ganga vel.

Helgi framundan og 2 afmælisboð komin. Hlakka til.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Kosningar

Kaus ekki í gær. Er ekki stolt af því.
Ástand

Eiki er veikur, eiginlega bara fárveikur og ég og Sóldís María erum með kvef og hálsbólgu. Ég er orðin ekkert lítið þreytt á þessu heilsuleysi sem hefur verið að hrjá okkur. Annars er ég búin að leika einhleypa móðir síðustu daga. Brjálað að gera hjá Eika í skólanum og hefur verið að skríða upp í eftir að við mæðgur erum farnar að sofa og farinn áður enn við vöknum. Svo núna er hann það veikur að hann á eftir að koma lítið að Sóldísi. Held að þessi veikindi hans hafi eitthvað með það að gera að það sé búið að vera svona mikið álag á honum, alla vega ekki hjálpað til.

Hef verið að hugsa til Heiðu systir síðustu daga en hún er á Kúbu. Ó men hvað ég væri til í að vera á Kúbu núna! Djö öfunda ég hana. Það er sko farið að kólna hérna í DK, er að skifta frá hausti yfir í vetur. Ætla samt ekki að kvarta yfir veðrinu hér, búið að vera gott haust. Af hverju fer maður alltaf að tala um veðrið?!

sunnudagur, nóvember 06, 2005

...Ísland-Danmörk

Jæja þá er maður kominn aftur í Baunalandið. Reyndar löngu komin en bara búin að vera löt að skrifa.
Var frekar erfitt að kveðja föðurlandið og íbúa þess, en stutt í að við komum aftur :o)
Maður náði ekki að gera allt sem maður ætlaði sér frekar en fyrri daginn. Hitti samt sem flesta sem skiptir mestu máli.
Jæja hversdagslífið komið á fullt með bílaleysi, göngutúrum og mødregruppe.

Lilja náði svo loksins að koma frá sér barninu. Endaði með að hún var sett af stað. Til lykke með litla elsku Lilja, Eyjó, Bergdís og Magdalena. Hlakka mega til að heyra nafnið á prinsinum

Svo var hið umtalaða Sálarball í gærkvöldi. Veit ekki betur en fólk hafi skemmt sér vel og mér skilst að þeir hafi tekið Sódóma tvisvar... hmm! En alla vega ég var alveg laus við alla þörf fyrir að mæta á þetta ball og græt það ekki.

Úff andleysið er alveg að drepa mig þessa dagana ... ble...