þriðjudagur, desember 16, 2008

Undur og stórmerki

Jarðskjálfti, hér í Baunalandi! Reyndar með upptök í suður Svíþjóð en fannst vel hér um allt Sjáland.
Við fjölskyldan sváfum reyndar á okkar væra, en Heiða systir vaknaði við hann og hélt að hún væri að verða rugluð.
Einhvern veginn er það innprentað í mann að þetta væri það síðasta sem maður myndi upplifa í Danmörku.
Danir eru náttúrulega að missa sig yfir þessu og kalla þetta "voldsom jordskælv" og vilja meina að þetta hafi verið stærsti sem fundist hefur verið síðan jafnvel 1904.

Fyndið :o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

iss, bara peanuts miðað við það þegar maður sá jörðina hreinlega koma á móti sér í denn í Þybbanum og svo allir hinir jarðskjálftarnir sem hafa verið á skerinu!

P.s þú átt smá sendingu frá mér hjá Mássa!
kv. Gunna