Ótti
Ég er eitthvað svo hrædd þessa dagana. Gæti verið bara "ástandið" á mér en er með hnút í maganum yfir ýmsu og öllu.
Ótti við að geta ekki verndað börnin mín, alltaf, og að vita að þarna úti eru menn og konur sem myndu gera ljótustu hluti ef þau fengu tækifæri.
Ótti við öfgamúslima og þeirra hatur gagnvart Vesturlöndum og þá Danmörku. Tala um að eitra vatnið og sprengja Danmörku af landakortinu.
Ótti við spennunni milli USA og Rússlands og afleiðingar þess ef McCain og Palin vinna.
Ótti við svo mörgu að lengi mætti telja.
Las frétt á Vísir.is um daginn. Frétt sem er búin að sitja á sálinni á mér síðan. Þetta var frétt um virtan breskan sagnfræðing sem reyndist vera hrottalegur barnaníðingur. Ég mæli ekki með að lesa þessa frétt því lýsingarnar eru viðbjóðslegar og maður getur ekki hætt að hugsa um þetta.
Og þar kemur eiginlega stærsti óttinn.. Bara óttinn við mannkynið og hvað við getum verið óhugnalega ógeðsleg við hvort annað og minni máttar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég upplifði líka svona ótta við allt á meðan ég gekk með Óðinn. Líka reyndar eftir að hann fæddist. Maður elskar börnin sín svo mikið en veit að það er ekki hægt að hafa stjórn á öllu. Þess vegna er óttinn til staðar að við getum kannski ekki verndað börnin okkar þegar til kastanna kemur.
Skrifa ummæli