Solbakkalíf
Héðan er allt gott að frétta. Bumban stækkar og Sóldís líka :o)
Sóldís kom alveg alsæl frá Íslandinu. Var ekkert á því reyndar að koma heim aftur. Sagði við ömmu sína að hún vildi bara búa á Íslandi og við Eiki og kisa ættum bara að koma og búa þar líka. Ég sagði nú við mömmu að ég væri líka alveg til í að búa í landi þar sem ég væri bara borin um og aldrei mótmælt :o)
Núna er hún bara alsæl á leikskólanum og Örnólfur vinur hennar er byrjaður á sama leikskóla og eru þau bæði í skýjunum.
Það er búið að vera vægjast sagt brjálað að gera í vinnunni hans Eika síðustu 2 vikur og er hann um það bil að vera búinn með skammtinn, sérstaklega þar sem hann skellti sér á vellukkað klakamót um helgina síðustu. Sem sagt lítið sofið, mikið drukkið og spilaður fótbolti í 2 daga. Þeir lentu í 3. sæti og voru bara sáttir.
En það verður róleg helgi hjá okkur, ef Eiki á að lifa næstu viku af.
En talandi um Eika. Þá er búið að vera bölvað vesen á honum í sumar. Hann tók upp á því að fá ofnæmi og ofnæmi ofan á það. Er búinn að hnerra og klóra sér síðan snemma í vor. Fyrst voru það frjókornin, öll. Og svo tók hann eftir því að hann fær þrengingu í hálsinn og kláða þegar hann borðar t.d. epli og plómur... og honum klæjar enn og nú er okkur farið að gruna að hann jafnvel sé með ofnæmi fyrir kisu!!
Ég er búin að segja við hann að kötturinn fari ekkert fyrr en ég sé búin að fá það skriflegt frá lækni að hann sé með ofnæmi fyrir honum og að hyposensitiv sprautur virka ekki. En þetta er samt voða skrýtið. T.d. þá í gær var Eiki góður allan daginn í vinnunni og síðan þegar hann kom á Solbakken (ekki inn í íbúð) heldur bara upp á 11. hæð, fékk hann þvílíkan kláða og leiðindi. Ég er farin að hafa áhyggjur að hann sé með ofnæmi fyrir mér, eða óléttri mér kannski þar sem þetta byrjaði allt upp því sem ég varð ólétt :o)
En hann er að fara í test, fljótlega, þegar hann drullast til að panta tíma!
Af mér er svo sem gott að frétta. Fór í próf um mánaðarmótin og er enn að bíða eftir niðurstöðum. Vonandi gekk það vel bara. Svo er ég á fullu núna að læra fyrir Special Patologi, sem er massa fag og ef það gengur vel er það síðasta prófið mitt í skólanum!! Já á sem sagt bara eitt próf eftir og svo 2 vikna kúrsus með mætinarskyldu og svo lokaverkefnið. Kúrsusinn og lokaverkefnið bíða mín svo bara þangað til eftir barneignarorlof.
En Spec. Pat. er alveg þrusu skemmtilegt fag og ekki fyrir viðkvæma. Erum að grugga í líffærum og svoleiðis. En massa lestur og pensum... já einmitt við skulum bara segja að ég tel þá góða sem ná að lesa allt!
Kisa varð söm við sig þegar Sóldís kom aftur :o) Og er bara eldhress.
Bumban stækkar og þ.a.l. ég líka. Er mun þreyttari öll þessa meðgöngu en þegar ég gekk með Sóldísi. Svo er ég farin að fá grindargliðnun og bjúg og allt þetta skemmtilega... en óneitanlega er okkur farið að hlakka all verulega til jólanna :o)
Knús og kossar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Búin að vera bíða eftir bloggi, nú hef ég blogg til að lesa út vikuna;)
En konur eru aldrei flottari og fallegri en þegar þær eru óléttar, því stærri bumba því flottari finnst mér.
Já en undir lokin er orðin mjög fín lína á því að vera flottur eða vera eins og hvalur! :o)
Uss, meira vesenið á manninum! Vonandi er þetta ekki ólétta mamman:)
Ég bíð spennt eftir bumbumynd. Kannski er hún á barnalandi, er ekki búin að kíkja;)
Gangi þér vel með síðasta fagið, eins gott að það er skemmtilegur lestur, annars er erfitt að halda sér vakandi svona þreytt!
Mér finnst hvalir fallegir!
Mikið svakalega ertu búin að vera dugleg að blogga! Ég á bara ekki til orð. Átti von á að sjá Fíletta eina ferðina enn;)
Já ég kannast við þetta ofnæmi, alveg hrikalega pirrandi. Ég mæli með að fara í skoðun, það er lítið mál og tekur enga stund.
Annars er gott að heyra af ykkur og að allt sé gott að frétta.
Kveðja, Dóri og Nanna.
Frábært að fá svona stöðutékk í einu stóri bloggi.
Það er eitthvað sem segir mér að þú þurfir sjálf að panta þennan tíma fyrir Eika :)
Skrifa ummæli