föstudagur, febrúar 01, 2008

Stór Húsdýra Dýralæknir

Var að klára síðasta daginn minn í stórum húsdýrum (frá svíni og upp úr), sem þýðir að ég er óformlega orðin dýralæknir í stórum húsdýrum... það er sem sagt farið að sjá fyrir endann á þessu :o)
Við tekur á mánudaginn sérhæfingin mín á spítala fyrir minni húsdýr (hundar og niður úr). Allt að gerast.

But total anticlimax að klára svona stóran áfanga og koma svo bara heim og þrífa klósett.
Sit þó núna með einn Carlsberg í hendi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahaha til hamingju með áfangann! já svona erum við lame - í dag skiluðum við inn innganginum í bs ritgerðinni og rosa glöð að vera komin af stað með þetta og maður fór einmitt beint í að þrífa klósett á eftir!held ég skáli fyrir þér hérna hinum megin í kuldanum og fái mér einn öl þér til samlætis! ;) Gangi þér svo vel í litlu dýrunum! kv Gunna

Nafnlaus sagði...

Til hamingju! Ótrúlegt að frænka sé að verða læknir!

Hlakka svo til að fá mér einn( og fleiri) kaldann í apríl með þér:D

Kveðja Öspkjólasjúka

Lilja sagði...

Innilega til hamingju!! Þú ert svo dugleg.

Binna sagði...

Til Hamingju med arangurinn!!! Fae mer i bjor i kvold til ad samgledjast ther!