föstudagur, nóvember 23, 2007

Þetta er bara draumur

Ég vaknaði snemma í morgun við grátinn í sjálfri mér. Eiki horfði á mig furðu lostinn og spurði hvort allt væri í lagi.
Fyndið hvernig tilfinningar sem maður hefur í draumum geta smitast á mann í lifandi lífi.
Ég var lengi að ná mér og náði loksins að sofna aftur en vaknaði samt í morgun með hnút í maganum. Vona að hann fari að hverfa fljótlega.

En fyrir ykkur sem vilja vita hvað mig var að dreyma þá kemur það hér í stuttu máli.
Arna systir hafði dáið í einhverju furðulegu slysi. Og allir létu eins og ekkert væri. Ég var svo aðframkomin af sorg og skyldi ekki hvernig restin að fjölskyldunni minni var það ekki. Þau sögðu að Arna hefði alltaf verið svo glöð og jákvæð og að hún vildi eflaust ekki að við værum að syrgja hana. Ég sat og var að tala um þetta við Eika og segja honum hvað mér þætti þetta rangt þegar síminn hringdi. Þá var mér tilkynnt að Dögg vinkona hefði dáið í eldsvoða. Og mér var bara allri lokið...
Um þetta leyti vakna ég. En af hverju Arna og Dögg? ... ætli það sé vegna þess hversu langt í burtu þær eru, ein í Japan og hin í Kína?

Anyways.....

2 ummæli:

Tinna sagði...

Æ hvað þetta er skrítið...en ég var einmitt búin að vera svo mikið að hugsa um þig í allan dag (skrifað eftir miðnætti á fös.

Nafnlaus sagði...

ó NEI
er ég næst???
;)