föstudagur, september 07, 2007

Gin- og klaufaveiki, Mund- og klovsyge, Foot and Mouth Disease??

Jæja dagurinn í dag var nú meira dramað.
Við vorum í sláturhúsi í Holsterbro alla vikuna á skoða kýr rétt fyrir slátrun og svo gerðist hið svo merkilega að inn kom kú með sömu einkenni og kýr með gin- og klaufaveiki.
Gin- og klaufaveiki er háalvarlegur sjúkdómur, sem er ekki aðeins hræðilegur fyrir dýrin sjálf heldur líka efnahagslega fyrir þau lönd sem þessi veiki kemur upp í.
Og hvað var gert.
Fyrst var smá panik. Og svo voru teknar prufur og sendar í ræktun.
Öllum starfsmönnum var bannað að yfirgefa svæðið (löggan og læti), sjónvarpið mætt (og við sáumst í sjónvarpinu). Svo var skrúbb-bað og enginn mátti fara heim með föt eða annað sem hafði komist í tæri við sláturhúsið þennan dag. Það þýddi ÖLL föt hjá okkur 14 dýralæknastúlkum, þar sem við vorum með fötin til að fara heim í í sama skúr og við sátum í pásu rétt áður.
Okkur voru svo settar nokkrar reglur varðandi umgengni við önnur klaufdýr og fólk sem umgengst önnur klaufdýr og sendar heim 3 tímum of seint (misstum af lestinni til Köben) í fínum hálf (eða heil) gegnsæjum göllum. Já ég sagði gegnsæjum. Við vöktum þó nokkra lukku hjá öðrum starfsmönnum sláturhússins (sem voru bara karlmenn fyrir utan nokkra dýralækna og mötuneytið). En við náðum þó að grenja út sloppa skömmu seinna þegar það var nokkuð ljóst að við gætum ekki labbað um svæðið svona útlítandi :o)
Úff hvað það var gott að koma heim seint í gærkvöldi.

En þetta var samt rosa spennandi allt saman og við fengum að sjá þessa kú og pota aðeins í hana og svona... allt mjög spennandi fyrir 14 dýralæknanema.
Embættisdýralæknirinn skoðaði á meðan allar kýrnar á bænum sjálfum sem þessi kúm kom frá og fannst engin önnur með einkennin. Því er mjög ólíklegt að þetta sé gin- og klaufaveiki þar sem sá virus er bráðsmitandi. Hvað er þetta þá?
En þeir fá ekki svar úr ræktuninni fyrr en á þriðjudaginn.

Geðveikt anticlimax eftir öll lætin en rosalega gott fyrir samfélagið og tala ekki um fyrir dýrin sjálf.

Annars skemmti ég mér bara nokkuð vel í fyrstu rectal exploration ferðinni minni til Jótlands og Tinna mín, aldrei að vita nema ég leyfi þér að prófa í framtíðinni :o)

4 ummæli:

Tinna sagði...

veiiii!!

Gummi Jóh sagði...

ég var orðin spenntur að lesa þetta.

Það er hasar og fjör að vera dýralæknir... svona stundum!

Ásta sagði...

Vá spennó:-)

Dóri sagði...

SAGÐIRU 14 DÝRALÆKNINGASTELPUR Í GEGNSÆJUM BÚNINGUM?

VIGDÍS, ÉG ÆTLA RÉTT AÐ VONA AÐ ÞÚ HAFIR VERIÐ MEÐ MYNDAVÉL!

En annars er mjög gott að þetta endaði vel.