miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Jæja...

Af okkur er svo sem ekki mikið að frétta.
Við mæðgur erum meira og minna búnar að vera í veikindum í ágúst mánuð! Og sú stutta enn að berjast við flensuna.
Ég er í vinnunni á næturvakt og er klukkan núna um hálf þrjú. Svo tekur morgundagurinn við að hjúkra litlu stelpunni og fara svo snemma að sofa annað kvöld... reikna ég með.

Fór í gær að skoða kisukall fyrir kisuna okkar, leist svo sem vel á hann en þurfum aðeins að hugsa þetta og athuga hvort litlir kettlingar passi inn í skipulagið hjá okkur. Ég er alveg veik en Eiki að reyna að vera skynsami aðilinn :o) Kemur í ljós

Mér finnst alveg eins og sumarið sé búið... sem og það reyndar er. Skóli næsta mánudag frá 9-17, ekkert byrjað rólega... neinei
Held hreinlega að við Eiki eigum eftir að drukkna í lærdómi þessa önnina og Sóldís verður algjört stofnannabarn. Úff fæ alveg hnút í magann við tilhugsunina. En þýðir ekki að stressa sig á því núna......

... ómen hvað bloggin mín eru orðin dull.... verð að fara að gera eitthvað í þessu

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Veður og stúlkurnar mínar

Jæja í dag er fyrsti kaldi dagurinn í MJÖG langan tíma, enda ekki nema 17 gráður úti og rigning í morgun. Þeir segja að júlí hafi verið sólríkasti mánuður í 60 ár! Vá. Óheppnir þeir sem búa hérna en fóru heim til Íslands að vinna í sumar... hahahhahahahhaha. Hope it was worth it!
Ástrós, Gunni og Rúnar Freyr eru á leiðinni til okkar í dag. Jibbíí. Þau fá nú reyndar smá rigningu til að byrja með en svo á að verða tæplega 30 stiga hiti og glampandi sól um helgina sem vegur upp á móti :o)

En mundi eftir því í morgun að stóra stelpan okkar varð 2 ára á mánudaginn og við steingleymdum því! Ömurlegir foreldrar, en okkur er fyrirgefið þar sem stóra stelpan okkar hafði ekki hugmynd um það sjálf og því meira er að henni var sko alveg skítsama.
En í tilefni þess að báðar stelpurnar okkar áttu afmæli í júlí með tæpu ári á milli sín ætla ég að láta þessa mynd fylgja
IMG_3250