þriðjudagur, október 25, 2005

Danmörk-Ísland...

Jæja þá erum við komin á klakann, reyndar fyrir 11 dögum síðan.
Úff hvað við erum búin að hafa það gott.... og gaman. Er búið að vera mikið að gera að heimsækja og fá fólk í heimsókn. Svo eru búnir að vera fullt af stórviðburðum.
Búi hélt upp á sextugs afmælið sitt kvöldið sem við komum.
Elín og Örn Ingi giftu sig svo á föstudaginn síðasta.
Og Sóldís María var svo skírð á sunnudaginn í sveitinni.

Áttum frábæran dag í gær þar sem Gunna og Grímur náðu í okkur og við skelltum okkur í kvennagönguna. Fórum svo á kaffihús og fengum okkur hressingu. Sóldís María svaf eins og engill allan tímann og vaknaði ekki fyrr en við vorum komin aftur í Fífó.

Annars vottar fyrir smá heimþrá til Íslands, svona Sóldísar vegna. Finn hvað hún er að fara á mis við ömmur og afana og alla hina. En við verðum þá bara rumpa þessum skólum af og drífa okkur á klakann.
En núna er ég komin með smá heimþrá til Danmerkur. Við Sóldís kvöddum nefnilega Eika í gærmorgun með tárum. Er farin að hlakka til að knúsa hann á sunnudaginn og Eiki fær eflaust stórt bros frá Sóldísi Maríu

fimmtudagur, október 13, 2005

Tomorrow

Jæja á morgun er það víst þegar við lendum á klakanum. Já klakanum! Það er kominn hávetur á Íslandi og ennþá sumar hérna í DK... eða næstum því. Alla vega peysuveður og mest allt ennþá grænt. Sóldís María fær þá alla vega að prófa hlýju fötin sín í smá tíma.
Verður að segjast að það sé mikil tilhlökkun í gangi ekki bara hjá okkur heldur líka hjá fólkinu heima... sver það, held að mamma sé að fara á límingunum :o) enda ekki skrítið þegar það er von á svona óvenjulega fallegu og skemmtilegu barni.... (snap out of it Vigdis!)

Frá einu óvenjulega fallegu og skemmtilegu barni yfir í annað. Þá var hann Sölvi Borgar Sig æskuvinur og félagi og María kærastan hans að eignast litla dóttur á sunnudaginn. Er víst voða lík Sölva. Til hamingju snúllur.

Já maður er bara næstum því orðin kvikmyndastjarna. Fyrir utan porno myndina sem var verið að taka upp hérna í garðinum í sumar veit ég um 3 aðrar kvikmyndatökur hérna í kring (ekki porn ath!). Síðast var núna á mán í götunni okkar. Greinilega verið að taka upp einhverja mynd sem á að gerast hérna í hverfinu okkar. Ég sá fullt af frægum dönskum leikurum (en því miður ekki Mads). Maður verður nú að vera duglegur í göngutúrunum og vonast eftir að maður lendi í bakgrunninum! hehehe já einmitt. Ekta ég að leitast eftir því....

Annars þá erum við að koma heim á morgun... verðum svo í Fífó á laugardaginn og Vesturbergi á sunnudaginn. Þetta eru einu plönin. Þannig ef þið viljið hitta á okkur endilega kíkja við. Við erum svo laus meira og minna alla vikuna, en þá eru náttúrulega allir í vinnunni. Næsta helgi er ansi strembin hjá okkur þar sem við erum að fara í ammmmæli og skírum svo á sun. Verið bara í bandi... sömu gömlu símanúmerin verða virk annars er alltaf hægt að hafa samband við okkur í foreldrahúsum
Knús og kossar og hlökkum til að sjá ykkur

fimmtudagur, október 06, 2005

Sumar eða haust?

Það er svo frábært veður úti. Við Sóldís fórum í göngutúr og ég keypti mér slúður og settist á bekk á meðan sú litla svaf... yndislegt. Dýrka þennan tíma. Peysuveður og allir litirnir að koma fram í trjánum.
Jæja aðeins rúm vika í ísl. og var að telja það saman að síðan við vorum á klakanum síðast hafa fæðst 6 lítil kríli sem við eigum eftir að skoða og 2 á leiðinni sem við náum að sjá líka... sem sagt 8 stykki! Maður er sem sagt kominn á barneignaraldurinn. Og 3 kríli á leiðinni í byrjun næsta árs, sem við vitum af... jih