mánudagur, júlí 26, 2004

Simon&Garfunkel

Mamma var hjá okkur um helgina og við mæðgur ásamt Heiðu systir skelltum okkur á tónleika í Parken með Simon&Garfunkel. Það var ekkert smá gaman. Gæsahúð dauðans við lög eins og "Sound of Silence" of "Bridge Over Troubled Water" og líka frábært að The Everly Brothers voru líka og tóku lög eins og "Bye Bye Love" og "Wake Up Little Suzy" við mikinn fögnuð áheyrenda.

Annars er það helst að frétta að prófið sem ég er að fara í 9. ágúst verður munnlegt en ekki skriflegt eins og það hefur alltaf verið. Nema ég komst að þessu að tilviljun og er frekar svekkt þar sem það er stutt í próf og vantar allar upplýsingar um hvernig prófið fari fram.

Já og Elín Hrund systir Eika er í Köben. Hún var að koma frá Tyrklandi og stoppar hér fram á miðvikudag, þannig þau systkinin eru að spóka sig um götur Kaupmannahafnar á meðan ég berst við næringafræðina

mánudagur, júlí 19, 2004

Eiki hrakfallabálkur....
 
Haldiði ekki að Eiki hafi þurft að fara aftur á slysó í gær... núna með flís í auganu. Kom heim með lepp... algjör töffari.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Hversdagsleikinn tekinn við

Núna er 2 vikna sukki lokið og rólegheit tekin við.
Það er óneitanlega búið að vera mikið gaman og mikið stuð að fá alla þessa í heimsókn. Gummi, Sölvi, Dögg, Vala og Dóri hafa öll verið á Hótel Vigdísi í kringum Roskilde og voru öll prýðis gestir.
Núna eru reyndar Ösp, Dóri og Dagur Sölvi litli í heimsókn. En það eru meiri rólegheit með lítinn 3 ára. Reyndar ætlar Ösp að elda mat í kvöld og huggó... aðrir gestir mættu taka það til fyrirmyndar í framtíðinni;)
Eiki slasaði sig í vinnunni á þriðjudag. Hann var að saga með handsög í plötu og stykkið sem hann var að saga af brotnaði af og sögin hrökk á hendina á Eika. Náði að skera svona rúman 3 cm langan skurð á handabakið á vinstri hendi og það þurfti að sauma 4 spor. Læknirinn sagði að hann væri mjög heppin þar sem skurðurinn lennti á milli sinar og stórra æðar. Var nokkuð aumur í gær en er annars bara hress.
Annars er ég bara heima að læra allan daginn. Næringafræði dýra á borðum... alltaf hressandi að lesa um orkugildi heys! En annars er þetta ekki svo slæmt. Farin að hlakka soldið til að byrja aftur í skólanum í haust... sem er bara jákvætt.
Brjáluð sól og hiti í Köben... eða ekki.. bara íslenskt sumar á baunalandi.
Ciao

miðvikudagur, júlí 07, 2004

ROSKILDE ´04

Þetta er búið að vera rosalegt...
Franz Ferdinand voru rosalegir og Pixies líka og N.E.R.D. líka og Zero 7 líka og Joss Stone líka og Tim Christensen líka og The Hives líka og The Shins og Beenie Man líka og...
...shit þetta var bara rosalegt....

Og ofan á allt urðu Grikkir Evrópumeistarar... rosalegt!