mánudagur, júní 08, 2009

Ignorant umræða?

Vá hvað umræðan öll um Icesave reikningana er farin að pirra mig!
Og í öllum pirringnum rambaði ég á síðuna hjá Kristni vini mínum og hefði ekki getað orðað þetta betur og því ætla ég að vísa í hana...



"Lætin í netverjum

Athugasemdir almennings við umfjallanir um IceSave samninginn á Eyjunni eru þess eðlis að ég hugsa að ráðamenn hristi bara hausinn yfir þeim. Mikið er um upphrópanir um vondan samning, vanhæfa ríkisstjórn, sekt Jóhönnu og Steingríms, o.s.frv. En þetta er allt óttalega merkingarlítið og vitlaust.

Staðreyndin er sú að við skuldum þessa peninga Bretum og Hollendingum. Fráfarandi ríkisstjórn tók ákvörðun um að tryggja innistæður að fullu í íslenskum bönkum og því getum við ekki neitað IceSave sparifjáreigendum um hið sama - þar sem IceSave einfaldlega er íslenskur banki.

Það er því ekki inni í myndinni að borga ekki, og eins og margir hafa bent á með skýrum og skynsömum hætti getum við heldur ekki vænst þess að koma vel út úr því að fara með málið fyrir dómstóla og því ljóst að það verður að semja. Samningstaða okkar er vond og vitað mál að samningurinn verður aldrei fallegur, sama hver það er sem sér um að semja.

Góða umfjöllun um þetta er að finna hér og hér.

1. Það er því ekki við núverandi stjórn að sakast, heldur fjármálaspillingu síðustu ára, einkavinabankavæðingu og fjármálastefnu D og B.
2. Það er því ekki landráð eða neitt því um líkt að semja.
3. Það er því ekki nein ástæða til að ætla að D/B hefðu gert betur.

En gullfiskaminni landans vinnur nú með Sjöllunum, því þessi “hræðilegi” samningur verður eflaust klíndur á S/VG um alla framtíð í hugum margra kjósenda, þó þörfin fyrir hann vitaskuld raunverulega sé afkvæmi ástarsambands Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks."
Kristinn Theódórsson

Engin ummæli: