Ignorant umræða?
Vá hvað umræðan öll um Icesave reikningana er farin að pirra mig!
Og í öllum pirringnum rambaði ég á síðuna hjá Kristni vini mínum og hefði ekki getað orðað þetta betur og því ætla ég að vísa í hana...
"Lætin í netverjum
Athugasemdir almennings við umfjallanir um IceSave samninginn á Eyjunni eru þess eðlis að ég hugsa að ráðamenn hristi bara hausinn yfir þeim. Mikið er um upphrópanir um vondan samning, vanhæfa ríkisstjórn, sekt Jóhönnu og Steingríms, o.s.frv. En þetta er allt óttalega merkingarlítið og vitlaust.
Staðreyndin er sú að við skuldum þessa peninga Bretum og Hollendingum. Fráfarandi ríkisstjórn tók ákvörðun um að tryggja innistæður að fullu í íslenskum bönkum og því getum við ekki neitað IceSave sparifjáreigendum um hið sama - þar sem IceSave einfaldlega er íslenskur banki.
Það er því ekki inni í myndinni að borga ekki, og eins og margir hafa bent á með skýrum og skynsömum hætti getum við heldur ekki vænst þess að koma vel út úr því að fara með málið fyrir dómstóla og því ljóst að það verður að semja. Samningstaða okkar er vond og vitað mál að samningurinn verður aldrei fallegur, sama hver það er sem sér um að semja.
Góða umfjöllun um þetta er að finna hér og hér.
1. Það er því ekki við núverandi stjórn að sakast, heldur fjármálaspillingu síðustu ára, einkavinabankavæðingu og fjármálastefnu D og B.
2. Það er því ekki landráð eða neitt því um líkt að semja.
3. Það er því ekki nein ástæða til að ætla að D/B hefðu gert betur.
En gullfiskaminni landans vinnur nú með Sjöllunum, því þessi “hræðilegi” samningur verður eflaust klíndur á S/VG um alla framtíð í hugum margra kjósenda, þó þörfin fyrir hann vitaskuld raunverulega sé afkvæmi ástarsambands Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks."
Kristinn Theódórsson
mánudagur, júní 08, 2009
miðvikudagur, febrúar 11, 2009
Brrr
Eigum við að ræða þetta eitthvað?
Og fyrir þá sem ekki vita þá er hver gráða undir frostmarki margfalt kaldari í Danaveldi en á Kreppulandi...
...nálægt Richter skala... :o)
En takið eftir hvernig það verður alltaf kaldara og kaldara... ég er spennt að sjá hvernig þriðjudagurinn lítur út.
Eru þið ekki jafn spennt og ég??
Eigum við að ræða þetta eitthvað?
Og fyrir þá sem ekki vita þá er hver gráða undir frostmarki margfalt kaldari í Danaveldi en á Kreppulandi...
...nálægt Richter skala... :o)
En takið eftir hvernig það verður alltaf kaldara og kaldara... ég er spennt að sjá hvernig þriðjudagurinn lítur út.
Eru þið ekki jafn spennt og ég??
miðvikudagur, janúar 28, 2009
Sunneva Dís Eiríksdóttir
Jæja er ekki kominn tími á smá blogg.
Ætla að gera þetta soldið kaflaskipt til að auðvelda lestur :o)
Fæðingin gekk bara vel. Var soldið lengi því ég fékk aftur svona örar hríðar, s.s. stuttar með stuttu millibili og gera lítið sem ekkert gagn í útvíkkuninni. En til að gera langa sögu stutta fékk ég mænudeyfingu eftir 12 tíma hríðar og mín búin að vera með rembihríðar í klukkutíma og 4 í útvíkkun... mæli ekki með því. Mænudeyfingin var algjör draumur og ef það verður næst, ætla ég að fá hana strax :o) Þetta voru s.s. 17 tímar í heildina.
Reyndar missti ég 1200 ml blóð þar sem ég var með sár á leghálsinum en því var kippt í liðinn og ég rétt slapp við aðgerð.
Stúlkan fæddist því klukkan 22.07 á staðartíma og var 53 cm og 3640 g. Hún var voða slétt og fín og horfði furðulostinn á okkur. Hún grét ekkert í byrjun. Læknir var viðstaddur þar sem vatnið var grænt og ég var með hita. Hún var skoðuð bak og fyrir og sogið úr lungu og maga. Og þá loksins heyrðum við í henni... og hún er mun lágstemmdari en stóra systir :o)
Þorlákur. Eins fyrr hefur komið fram vorum við ÓGEÐSLEGA veik vikuna áður en litla skvísan fæddist og því ekki mikið um jólaundirbúning. Þannig Eiki brunaði snemma um morguninn heim og náði í stóru systur, sem var alveg að springa úr stolti! Upp úr hádegi var henni svo hent í pössun aftur og Eiki brunaði milli búða til að redda jólamatnum, jólatréi og síðustu jólagjöfunum. Svo náði hann loksins í okkur Sunnevu á spítalann og þá gátu jólin komið :o)
Sóldís María er ekkert lítið ánægð með litlu systur. Hún er alltaf að knúsa og kyssa hana og mesta sportið er að fá að halda á henni. Við höfum ekki orðið vör við að afbrýðissemi hjá henni og gengið alveg furðu vel. Hjálpaði kannski að húsið var fullt af ömmum og öfum fyrstu vikurnar og því nóg af fólki til að plata í leik eða lita :o)
Sunneva Dís dafnar og stækkar. Þær eru mjög ólíkar systurnar í skapgerð virðist vera. Tekur lengri tíma fyrir hana að fara upp á háa C-ið og horfir hissa á okkur þegar við erum að geifla okkur framan í hana.
Það er töluverður systrasvipur með þeim, s.s. af sömu framleiðslulínu eins og pabbi sagði, en þó ekkert sláandi líkar. Sunneva virðist hafa augnsvipinn frá mér (skv. myndum), aðeins aðra útgáfu af nefinu hennar Sóldísar og svipaðan munnsvip, en er með tvo fína spékoppa líkt og mamma sín :o)
Nafnið er út í bláinn. Þetta var mun erfiðara núna en síðast. Við vorum að strögla með þetta og okkur fannst ekkert nafn standa upp úr. Svo eitt kvöldið þegar hún var ca. 2 vikna vorum við að fara að sofa, þegar Sunneva kom allt í einu upp í kollinn á mér. Þetta var nafn sem við höfðum aldrei spáð í og hoppað yfir margoft þegar við vorum að skoða nafnalista. En það passaði svona fínt. Við ætluðum aldrei að skíra Dís heldur, og öllu dísarnöfn sett á bannlista. En svo passaði þetta bara best og fannst okkur það svo flott saman að við létum slag standa. Þannig nú er það Eiki og dísirnar :o)
Læt þetta nægja í bili
Hilsen frá Solbakken
Jæja er ekki kominn tími á smá blogg.
Ætla að gera þetta soldið kaflaskipt til að auðvelda lestur :o)
Fæðingin gekk bara vel. Var soldið lengi því ég fékk aftur svona örar hríðar, s.s. stuttar með stuttu millibili og gera lítið sem ekkert gagn í útvíkkuninni. En til að gera langa sögu stutta fékk ég mænudeyfingu eftir 12 tíma hríðar og mín búin að vera með rembihríðar í klukkutíma og 4 í útvíkkun... mæli ekki með því. Mænudeyfingin var algjör draumur og ef það verður næst, ætla ég að fá hana strax :o) Þetta voru s.s. 17 tímar í heildina.
Reyndar missti ég 1200 ml blóð þar sem ég var með sár á leghálsinum en því var kippt í liðinn og ég rétt slapp við aðgerð.
Stúlkan fæddist því klukkan 22.07 á staðartíma og var 53 cm og 3640 g. Hún var voða slétt og fín og horfði furðulostinn á okkur. Hún grét ekkert í byrjun. Læknir var viðstaddur þar sem vatnið var grænt og ég var með hita. Hún var skoðuð bak og fyrir og sogið úr lungu og maga. Og þá loksins heyrðum við í henni... og hún er mun lágstemmdari en stóra systir :o)
Þorlákur. Eins fyrr hefur komið fram vorum við ÓGEÐSLEGA veik vikuna áður en litla skvísan fæddist og því ekki mikið um jólaundirbúning. Þannig Eiki brunaði snemma um morguninn heim og náði í stóru systur, sem var alveg að springa úr stolti! Upp úr hádegi var henni svo hent í pössun aftur og Eiki brunaði milli búða til að redda jólamatnum, jólatréi og síðustu jólagjöfunum. Svo náði hann loksins í okkur Sunnevu á spítalann og þá gátu jólin komið :o)
Sóldís María er ekkert lítið ánægð með litlu systur. Hún er alltaf að knúsa og kyssa hana og mesta sportið er að fá að halda á henni. Við höfum ekki orðið vör við að afbrýðissemi hjá henni og gengið alveg furðu vel. Hjálpaði kannski að húsið var fullt af ömmum og öfum fyrstu vikurnar og því nóg af fólki til að plata í leik eða lita :o)
Sunneva Dís dafnar og stækkar. Þær eru mjög ólíkar systurnar í skapgerð virðist vera. Tekur lengri tíma fyrir hana að fara upp á háa C-ið og horfir hissa á okkur þegar við erum að geifla okkur framan í hana.
Það er töluverður systrasvipur með þeim, s.s. af sömu framleiðslulínu eins og pabbi sagði, en þó ekkert sláandi líkar. Sunneva virðist hafa augnsvipinn frá mér (skv. myndum), aðeins aðra útgáfu af nefinu hennar Sóldísar og svipaðan munnsvip, en er með tvo fína spékoppa líkt og mamma sín :o)
Nafnið er út í bláinn. Þetta var mun erfiðara núna en síðast. Við vorum að strögla með þetta og okkur fannst ekkert nafn standa upp úr. Svo eitt kvöldið þegar hún var ca. 2 vikna vorum við að fara að sofa, þegar Sunneva kom allt í einu upp í kollinn á mér. Þetta var nafn sem við höfðum aldrei spáð í og hoppað yfir margoft þegar við vorum að skoða nafnalista. En það passaði svona fínt. Við ætluðum aldrei að skíra Dís heldur, og öllu dísarnöfn sett á bannlista. En svo passaði þetta bara best og fannst okkur það svo flott saman að við létum slag standa. Þannig nú er það Eiki og dísirnar :o)
Læt þetta nægja í bili
Hilsen frá Solbakken
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)