Svefnlausar nætur
Aðvörun: Væl!
Þegar maður er óléttur má maður alveg búast við svefnlausum nóttum undir það síðasta. Maður þarf að pissa 50 sinnum og erfiðara að snúa sér á hina hliðina o.s.fr.
En nei! Ég þarf að fá bursitis (liðpokabólgur?? veit ekki alveg hvað þetta heitir á íslensku) í báðar axlirnar. Þetta byrjaði fyrir ca. 6 vikum í annarri og núna komið í báðar.
Ég veit ekki hvort þið vitið hvað þetta er en það er ÓGEÐSLEGA vont að hreyfa sig á næturnar, alveg þannig að oftar en ekki koma tár. Það er vont að klæða sig í jakka. Það er vont að fara með hendur í vasa. Það er vont að teygja sig í klósettpappírinn. Það er vont að fara á hjólið. Það er vont að klóra sér í hausnum....benda...bora í nefið...lyfta glasi...
Já það er eiginlega bara vont að gera allt sem krefst þessa að ég lyfti olnbogum meira en 45 gráðum frá kroppi.
Það er víst voðalega lítið sem hægt er að gera við þessu á meðan maður er óléttur þar sem hefðbundnar leiðir eru ekki æskilegar, þ.e. sterasprautur og svoleiðis. Maður verður víst að fara óhefðbundnari leiðir. Ég ætla að byrja á intens nuddi og ætla að skoða það að fara í akupunktur.
Maður er ekki kallaður Vigga verkur fyrir ekki neitt!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)