Hvað er að þér kisa?
Kötturinn okkar er búinn að vera stórfurðulegur í nokkra daga núna.
Símjálmandi, líka á ókristilegum tíma. Labbar fram og til baka í íbúðinni og virðist voða stressuð eitthvað. Augasteinninn risastór. Er alltaf að hoppa upp á mann og mjálma í andlitið á okkur...
Ég hélt hún væri eitthvað veik eða eitthvað... eða væri að reyna að segja okkur. Gerði almenna skoðun á henni (henni til mikilla ama) og gat ekki fundið neitt...
Vorum ekki að fatta þetta... fyrr en í gærkveldi...
ENGIN SÓLDÍS! Hún er ekki alveg að ná þessu... Hvar er Sóldís?!
En fyrir þá sem ekki vita þá er Sóldís búin að vera á Íslandi síðan á föstudaginn. Hún fór með Heiðu frænku sinni og er í essinu sínu í heimsóknum hjá ömmum og öfum á klakanum.
En það er alla vega teorian hjá okkur. Hlakka til að sjá hvort hún róist eitthvað þegar Sóldís kemur heim aftur á sunnudaginn :o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Það er alveg makalaust hvað kettir taka miklu ástfóstri við börn. Það er alveg sama hvað Óðinn gerir við sínar kisur, þær slá aldrei til baka og jafnvel biðja um svolítið harðneskjulegt knús.
hehe þetta er ótrúlegt hvað dýrin eru næm fyrir breytingum!
þegar ég byrjaði að lesa þá datt mér það sama í hug og þér - mjög líklegt að kisa vilji hafa hlutina eins og þeir eiga að vera. Sóldís, amma Maja og Heiða komu til okkar í heimsókn og það var mjög gaman að fá þær. Grími fannst svo skrýtið að Sóldís væri að koma heim til hans í heimsókn, fannst að hann ætti að fara til hennar!
kv. Gunna
hún er svo sæt á þessari mynd, ég get ekki beðið eftir að sjá næsta eintak :) ég vona að þið hafið það gott úti. bestu kveðjur frá Sviskí, Dögg
Skrifa ummæli