It's Friday, I'm In Love
Var ekki að tíma að blogga nýtt blogg þar sem ég var að dást af Gerry vini mínum hérna fyrir neðan :o)
Helgi framundan og ekki nóg með það... páskafríið byrjað... eða fyrir mig. Eiki þarf að vinna mán, þri og mið eins og flestir vinnandi menn.
Við ætlum svo að skella okkur til Fjónar í sumarbústað með nokkrum fjölskyldum frá Solbakken í 4 daga. Það verður ljúft.
Get ekki líst því hvað ég er pirruð yfir þessarri Múhameðsteikningaanskotanshelvítisdjöfulsinsumræðu. Af hverju þurfti að endurprenta þetta? Og af hverju ekki? Ég meina geta ekki öll dýrin í skóginum bara verið vinir?!
Finnst að allir ættu að vera skyldugir að byrja daginn á góðu FeelGood lagi. Viss um að þá væri meiri friður í heiminum. Mitt uppáhalds lag til þess í dag er án vafa þetta:
Krútt vikunnar er án efa Martin. Hann er 15 eða 16 ára X-factor þátttakendi sem er að bræða öll hjörtu í DK. Hérna syngur hann líka Kom tilbage nu sem er eitt af mínum uppáhalds dönsku dægurlögum ásamt Den jeg elsker, elsker jeg og Hjertet ser.
Hérna er svo hægt að heyra upprunalegu útgáfuna sem frá held ég 1985
Við Eiki eigum svo 3 ára brúðkaupsafmæli eftir helgi. Er nokkuð spennt yfir þessu. 1 árs brúðkaupsafmæli heitir pappírsbrúðkaup og þá lét ég setja stjörnukortin okkar saman og gaf honum s.s. bók með þeim, í fyrra var svo bómullarbrúðkaup og þá gaf ég Eika sokka og nærbuxur en í ár er leðurbrúðkaup.....
Embla og Anne vinkonur mínar voru báðar að klára dýralæknanámið síðustu daga. Þannig þetta tekur víst enda :o)... Til lukku báðar tvær
Knús og elskið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vá hvað þú ert rómantískt, ég held að við höfum aldrei gefið hvoru öðru neitt á ársafmælinu okkar. En við erum heldur ekki gift, það er miklu skemmtilegra:)
Góða ferð í sumarbústað! Gleðilega páska!
Gaman að sjá eitthvað líf hér. Er ekkert að fara styttast í Íslandsheimsókn?? Góða skemmtun í bústað og gleðilegt páskaeggjaát;)
Skrifa ummæli