föstudagur, janúar 18, 2008

Saybia

Dönsk hljómsveit sem flestir kannast við, ef ekki nafnið þá lögin.
Hef soldið verið að hugsa til þeirra upp á síðkastið þar sem söngvari hljómsveitarinnar, Søren Huss, missti konu og næstum því barn viku fyrir jól. Konan hans, 29 ára, ásamt 2 ára dóttur þeirra, voru að fara yfir gangbraut á torgi hérna rétt hjá þegar vörubíll keyrði yfir þær. Konan dó samstundis en dóttir þeirra var flutt á sjúkrahúsi illa haldin og í lífshættu.

Textar Sørens hafa alltaf verið í smá uppáhaldi hjá mér og man ég sérstaklega eftir því um árið um það leyti sem ég varð ólétt af Sóldísi þá voru 2 lög á These are the Days plötunni sem mér fannst lýsa því svo vel hvernig mér leið. En maður verður að hlusta á textann mjög vel (veit þó að textarnir þýða eitthvað allt annað fyrir Søren)

Brilliant Sky


I surrender


Og svo svona í lokin, lag sem allir þekkja og gerði þá fræga. Finnst þetta alltaf svo flott lag.

The Second You Sleep

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jeminn, ég vissi þetta ekki...greyið hann og dóttirin... :(
Kv Lilja