sunnudagur, janúar 20, 2008

Til stuðningshóps Bobby Fischers

Get a grip

linkur

föstudagur, janúar 18, 2008

Saybia

Dönsk hljómsveit sem flestir kannast við, ef ekki nafnið þá lögin.
Hef soldið verið að hugsa til þeirra upp á síðkastið þar sem söngvari hljómsveitarinnar, Søren Huss, missti konu og næstum því barn viku fyrir jól. Konan hans, 29 ára, ásamt 2 ára dóttur þeirra, voru að fara yfir gangbraut á torgi hérna rétt hjá þegar vörubíll keyrði yfir þær. Konan dó samstundis en dóttir þeirra var flutt á sjúkrahúsi illa haldin og í lífshættu.

Textar Sørens hafa alltaf verið í smá uppáhaldi hjá mér og man ég sérstaklega eftir því um árið um það leyti sem ég varð ólétt af Sóldísi þá voru 2 lög á These are the Days plötunni sem mér fannst lýsa því svo vel hvernig mér leið. En maður verður að hlusta á textann mjög vel (veit þó að textarnir þýða eitthvað allt annað fyrir Søren)

Brilliant Sky


I surrender


Og svo svona í lokin, lag sem allir þekkja og gerði þá fræga. Finnst þetta alltaf svo flott lag.

The Second You Sleep
Jæja

Er ekki kominn tími fyrir smá blogg?

Stutt resumé síðan um áramót.
Ég er á fullu í verklegu í stórum húsdýrum og gengur mjög vel. Sóldís hélt áfram að vera veik en núna er komin heil vika síðan hún var með hita síðast og höldum við í vonina. Eiki er bara á fullu að vinna fyrir fjölskyldunni... s.s. hversdagsleikinn hér eins og á fleirri stöðum.

Fréttir dagsins eru þó þær að Ebbi og Gunnella eru að flytja á Solbakken. Og ekki nóg með það þá eru þau að flytja ská fyrir neðan okkur. Við meira að segja heyrum þegar síminn hringir hjá þeim. Gaman það.