föstudagur, nóvember 30, 2007

Vika Dauðans

Auðvitað varð Sóldís veik um leið og skólinn byrjaði aftur eftir 3 vikna frí! Og til að toppa það þá er skyldumæting hjá mér og deadline í vinnunni hjá Eika.
Þannig síðustu dagar hafa verið þannig að ég mæti í skólann og þegar ég kem heim fer Eiki í vinnuna og vinnur fram á kvöld.
En vikan er ekki búin og stefnir í að Eiki mæti í vinnuna bæði lau og sun og einhvers staðar þarna inn á milli verð ég að grípa í bækurnar.
Fyrir öllu er þó að heilsan á Sóldísi orðin mun betri.
Hvar eru ömmurnar þegar maður þarf á þeim að halda!!! :o)

En núna ætla ég að elda nautasteikina og opna rauðvínið, enda ekki á hverjum degi sem kallinn á afmæli...

föstudagur, nóvember 23, 2007

Guðrún Hekla




"Skrapp" til Århus í gær (ekki nema 3 tímar aðra leið) til að sjá þessa litlu prinsessu.
Til hamingju Brynja, Trausti og Salka Sól stóra systir.
Arna



Stolt af litlu systur.
Hérna er hún í Kimono sem hún fékk gefins. Ótrúlegt að hún sé að koma heim eftir rúma 2 mánuði... vá hvað tíminn er fljótur að líða.
Þetta er bara draumur

Ég vaknaði snemma í morgun við grátinn í sjálfri mér. Eiki horfði á mig furðu lostinn og spurði hvort allt væri í lagi.
Fyndið hvernig tilfinningar sem maður hefur í draumum geta smitast á mann í lifandi lífi.
Ég var lengi að ná mér og náði loksins að sofna aftur en vaknaði samt í morgun með hnút í maganum. Vona að hann fari að hverfa fljótlega.

En fyrir ykkur sem vilja vita hvað mig var að dreyma þá kemur það hér í stuttu máli.
Arna systir hafði dáið í einhverju furðulegu slysi. Og allir létu eins og ekkert væri. Ég var svo aðframkomin af sorg og skyldi ekki hvernig restin að fjölskyldunni minni var það ekki. Þau sögðu að Arna hefði alltaf verið svo glöð og jákvæð og að hún vildi eflaust ekki að við værum að syrgja hana. Ég sat og var að tala um þetta við Eika og segja honum hvað mér þætti þetta rangt þegar síminn hringdi. Þá var mér tilkynnt að Dögg vinkona hefði dáið í eldsvoða. Og mér var bara allri lokið...
Um þetta leyti vakna ég. En af hverju Arna og Dögg? ... ætli það sé vegna þess hversu langt í burtu þær eru, ein í Japan og hin í Kína?

Anyways.....

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Í Dag

Fá Birger og Dorte frá Lemvig STÓRAN mínus fyrir að hringja í vitlaust númer í morgun og vekja bæði mig og Sóldísi. Flott hjá ykkur.
Jújú

Arcade Fire stóðu fyrir sínu og var mikil gleði.
Gæsahúð kvöldsins var þegar þau fóru úr Neighborhood #1 (Tunnels) beint yfir í Neighborhood #3 (Power Out). Slagverks gæjarnir tóku sitt flipp og enduðu eiginlega á því að berja hvorn annan í þessum lögum.
Önnur gæsahúð líka þegar My Body Is a Cage byrjaði.
Það sem kom kannski mest á óvart þegar þeir tóku lagið Kiss Off með Violent Femmes.
Eitt nýtt lag, mjög gott.
Og svo komu tárin þegar þeir tóku Wake Up í lokin og allir sungu með...
...koma svo...

OooooooOooooooo OooOoooo............. Something.....

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

ARCADE FIRE!

Langþráður draumur að rætast í kvöld.
Sá upptöku einu sinni hjá Gumma Jóh af þessu bandi live og síðan þá hafa þau verið í topp 3 must see live listanum mínum.
Ég efast ekki um að þau standi undir væntingum og það verði gæsahúð eftir gæsahúð og ef ég þekki mig rétt, jafnvel nokkur tár.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Back From the Dead

Jæja mín loksins búin í prófum, í bili, og barasta mjög sátt við útkomuna.
Næstu 3 vikur ætla ég bara að nússast með litlu fjölskyldunni minni og taka heimilið í gegn.