sunnudagur, september 30, 2007

Við hjónin



Þegar það tók að líða á kvöldið/nóttina í Berlin fóru að myndast raðir við passamyndakassana. Við Eiki skelltum okkur í röðina.
Skemmtileg hefð.

þriðjudagur, september 25, 2007

Berlin

Stóð fyrir sínu. Við gistum í æðislegu hverfi sem heitir Prenzlauer Berg og borðuðum rosalega mikið af góðum og ódýrum mat. Gæti alveg búið þarna. Við gerðum lítið af túristahlutum, ráfuðum aðallega milli kaffihúsa og garða.

Annars er maður bara á fullu í skólanum. Keisari á kú á morgun.
Gunna vinkona var í Køben um helgina og var huggað.
Og svo eru ma og pa að koma á morgun og það verður æði líka. Hlakka líka svo til að Sóldís hitti þau því hún er oft að tala um ömmur og afa á Íslandinu.
Til umhugsunar

Binna vinkona mín benti mér á þessa grein Illuga Jökulssonar í helgarblaði Blaðsins og hvet ég fólk til að lesa hana :o)

„Þetta eru okkar menn!“

Illugi Jökulsson skrifar um fíkniefnasmygl

Það er óhætt að óska lögreglunni til lukku með vel heppnaða aðgerð í fyrradag þegar fíkniefni að verðmæti hundruð milljóna voru tekin úr skútu á Fáskrúðsfirði. Þótt ég viti ekki meira um það mál en komið hefur fram í fréttum verður ekki betur séð en vel hafi verið að verki staðið. Þarna þurfti íslenska lögreglan að bregða sér í sjaldgæfan bófaleik og allt sýnist hafa gengið upp. Undarlegast er líklega að horfa upp á viðbrögð Þórarins Tyrfingssonar hjá SÁÁ þegar hann var spurður hvort þessi stóri fengur lögreglunnar myndi ekki slá rösklega á framboðið á eiturlyfjum hér á næstunni – og hann taldi svo ekki verða. Nú veit Þórarinn efalaust meira um þennan markað en ég, en það er óneitanlega hálf hrollvekjandi ef ekki munar neitt að ráði um 60 kíló af amfetamíni á íslenska fíkni efna mark aðnum.

Hverjum var efnið ætlað?
Meðan ég var í fyrradag að fylgjast með fréttum af atburðum á Fáskrúðsfirði, þá varð mér einmitt hugs að til þeirra sem þessi stóra sending af dópi var ætluð.
Skyldu nú allir þeir sem stunda það að fá sér línu af spítti þegar þeir fara út að skemmta sér um helgar sitja heima við útvarps tækið og gnísta tönnum af reiði yfir því að bölvuð lögreglan hafi verið að skipta sér af innflutningi á efninu
„þeirra“?
Svo mikið magn af eiturlyfjum er nefnilega ekki að eins ætlað hinum langt leiddu eiturlyfjasjúklingum sem alltaf eru dregnir fram þegar fjallað er um eiturlyfjavandann – krakkarnir með sprautu nálarnar lafandi í handleggnum, föl og tekin andlitin, flóttalegt augna ráðið, skjálfandi fingur.

Ætlað „venjulegu“ fólki
Onei, þetta gífurlega magn er náttúrlega fyrst og fremst ætlað „venjulegu“ fólki. Því fólki sem fer út að skemmta sér um helgar og telur sig þurfa á eitrinu að halda til þess að halda út heila nótt á skemmtistöðunum, til þess að fjörinu linni aldrei, til þess að orkan verði óþrjótandi. Þetta fólk hef ur áreiðanlega líkt og ég fylgst með fréttum af atburðum á Fáskrúðsfirði og frekar samsamað sig með löggunni en ekki bófunum, af því það telur sig vera heiðarlegt og lög hlýðið fólk – svona í stórum drátt um. Og telur sig vera óra langt frá hráslagalegum veruleik sprautufíklanna – þó það fái sér í nös öðru hverju.
Og vinalegi dílerinn sem gaukar að því grammi af spítti fyrir helgina, nánast af greiðasemi, bara svo fólk skemmti sér betur, sá almennilegi díler getur varla átt neitt skylt við það gengi handrukkara og ofbeldismanna sem nú virðist að hafi staðið í smyglinu á Fáskrúðsfirði.

Innkaup
En þetta er nú bara óvart allt sama tóbakið. Vinalegi dílerinn er vissulega á snærum handrukkara og ofbeldismanna. Efnið í snyrtilega litla um slaginu sem dílerinn laumar að manni, það er vissulega það sama efni og örvæntingarfullir sprautufíklarnir dæla í æðar sér og verður þeim oftar en ekki á endanum að bana. Þeir sem telja sig nota fíkniefni bara svona öðru hverju sér til ánægju og gleði, af því þeir ráði svo vel við það, en FÍKNIEFNAVANDINN margum talaði, hann komi þeim ekkert við, þeir verða nú eiginlega að hugsa sinn gang.
Þeir eru nefnilega ekki í liði með löggunni og okkur hinum. Þeir eru í liði með smyglurum, handrukkurum, steratröllum, barsmíða föntum og hnífa strákum – því það eru mennirnir sem sjá þeim fyrir spíttinu og gleðipillunum um helgar. Og þeir bera líka fulla ábyrgð á þeim ógæfusömu einstaklingum sem leiðast æ lengra út á braut eiturlyfjanna uns loks er engin leið til baka – því það eru innkaup þeirra sem halda markaðnum gangandi.

Gleðipilla um helgar ...
Því segi ég við unga fólkið sem fær sér gleðipillu um helgar, háskólanemana sem fá sér bara eina línu að gamni, skrifstofu dísirnar, bankamennina, fjölmiðlastjörnurnar og alla hina – horfið á smyglarana leidda með lambhúshetturnar sínar út úr lögreglu bílun um í sjónvarpsfréttunum, horfið á handrukkarana geifla sig framan í myndavélarnar og hlæja storkandi að fórnar lömbum sem þeir hafa lúskrað á – og segið svo með stolti: „Þetta eru okkar menn!“

fimmtudagur, september 13, 2007

First we take Manhattan, then we take Berlin

Reyndar öfugt hjá okkur Eika.
Núna er verið að leggja lokahönd á undirbúninginn á ferðinni okkar Eika. Pakka og leggja línurnar fyrir Heiðu barnapíu.
Þetta verður rosa huggó, án efa.

Annars er brjálað að gera í skólanum og ég er að gera margt sem er jafnvel ekki fyrir flesta. M.a. aftappa sæði, skera kálf í 6 hluta inni í kú og keisari. En allt mjög spennandi fyrir dýralæknanema :o)

Góða helgi.

föstudagur, september 07, 2007

Gin- og klaufaveiki, Mund- og klovsyge, Foot and Mouth Disease??

Jæja dagurinn í dag var nú meira dramað.
Við vorum í sláturhúsi í Holsterbro alla vikuna á skoða kýr rétt fyrir slátrun og svo gerðist hið svo merkilega að inn kom kú með sömu einkenni og kýr með gin- og klaufaveiki.
Gin- og klaufaveiki er háalvarlegur sjúkdómur, sem er ekki aðeins hræðilegur fyrir dýrin sjálf heldur líka efnahagslega fyrir þau lönd sem þessi veiki kemur upp í.
Og hvað var gert.
Fyrst var smá panik. Og svo voru teknar prufur og sendar í ræktun.
Öllum starfsmönnum var bannað að yfirgefa svæðið (löggan og læti), sjónvarpið mætt (og við sáumst í sjónvarpinu). Svo var skrúbb-bað og enginn mátti fara heim með föt eða annað sem hafði komist í tæri við sláturhúsið þennan dag. Það þýddi ÖLL föt hjá okkur 14 dýralæknastúlkum, þar sem við vorum með fötin til að fara heim í í sama skúr og við sátum í pásu rétt áður.
Okkur voru svo settar nokkrar reglur varðandi umgengni við önnur klaufdýr og fólk sem umgengst önnur klaufdýr og sendar heim 3 tímum of seint (misstum af lestinni til Köben) í fínum hálf (eða heil) gegnsæjum göllum. Já ég sagði gegnsæjum. Við vöktum þó nokkra lukku hjá öðrum starfsmönnum sláturhússins (sem voru bara karlmenn fyrir utan nokkra dýralækna og mötuneytið). En við náðum þó að grenja út sloppa skömmu seinna þegar það var nokkuð ljóst að við gætum ekki labbað um svæðið svona útlítandi :o)
Úff hvað það var gott að koma heim seint í gærkvöldi.

En þetta var samt rosa spennandi allt saman og við fengum að sjá þessa kú og pota aðeins í hana og svona... allt mjög spennandi fyrir 14 dýralæknanema.
Embættisdýralæknirinn skoðaði á meðan allar kýrnar á bænum sjálfum sem þessi kúm kom frá og fannst engin önnur með einkennin. Því er mjög ólíklegt að þetta sé gin- og klaufaveiki þar sem sá virus er bráðsmitandi. Hvað er þetta þá?
En þeir fá ekki svar úr ræktuninni fyrr en á þriðjudaginn.

Geðveikt anticlimax eftir öll lætin en rosalega gott fyrir samfélagið og tala ekki um fyrir dýrin sjálf.

Annars skemmti ég mér bara nokkuð vel í fyrstu rectal exploration ferðinni minni til Jótlands og Tinna mín, aldrei að vita nema ég leyfi þér að prófa í framtíðinni :o)

mánudagur, september 03, 2007

Rectal exploration

Jæja mín á leið til Jótlands í 4 daga á vegum skólans.
Þetta er fyrsta af þremur ferðum mínum (þó sú þriðja mun styttri, eða ein nótt).
Og hvað er mín að fara að gera. Jú það er þetta stereotype job sem allir vita að dýralæknar gera, eða rectal exploration eins og það heitir. Þarna eiga kýrnar eftir að standa í röðum og mín með hanskann upp á axlir. Tilgangurinn er til að greina hvort kýr eru með kálf og hversu langt þær eru komnar.

En ég verð sem sagt í 4 daga og svo verður farið til Berlinar í 4 daga og svo fer ég aftur fljótlega í 4 daga á Jótland. Sem þýðir að á einum mánuði verð ég 12 daga í burtu frá Sóldísi. Líst ekkert á þetta. Þá held ég að mömmustelpu vs. pabbastelpu keppnin sé töpuð.
Hún verður Heiðu og pabbastelpa áður en það kemur október.

Heyrumst eftir óteljandi hanska, sleipikremi og kúarössum seinna.