The Joke´s on Me
Eins og flestir vita plataði ég Eika upp úr skónum fyrir rúmri viku síðan.
Siggi vinur okkar náði að fá hann með sér upp á Kastrup í því yfirskyni að þurfa að ná í einhverjar töskur en þegar þangað var komið stóðum við Sóldís með flugmiða og flug eftir 2 tíma. Við skelltum okkur til Íslands á Airwaves og Sóldís var í góðu yfirlæti hjá ömmum og öfum.
En á meðan ég var að plotta þetta allt saman var Eiki líka að plotta!
Og hann keypti LÍKA miða til Íslands! En bara fyrir mig og sem betur fer ekki sömu helgi :o)
Jújú það er nefnilega reunion hjá gamla gaggóbekknum mínum eftir rúma viku og karlinn ætlar að senda mig þangað.
En hann ætlaði ekkert að segja mér þetta fyrr en þann dag sem ég færi, en þar sem ég er að fara í próf í vikunni á eftir sem hann vissi ekki af, ákvað hann að segja mér þetta núna til að ég gæti skipulagt mig í kringum þetta :o)
Þannig... the joke´s on me!
föstudagur, október 27, 2006
miðvikudagur, október 04, 2006
Sósíalistarnir á Solbakken
Jújú haldið ekki að það hafi verið mótmæli á bakkanum og foreldrar Sóldísar meðal þeirra fremstu! Væntanlegur niðurskurður í barnastofnunum voru á dagskránni og voru ekki allir sáttir. Og því var svona forældre-blokade um allt land sem hindraði starfsmönnum Vuggustue/Børnehave/Fritidshjemme að mæta til vinnu, til að vekja athygli á óánægjunni hjá okkur foreldrum.
Eiki var mættur klukkan 7 fyrir utan hér á bakkanum og við Sóldís um 8. Starfsmennirnir voru nú ekki með neitt uppsteit þar sem þeir voru bara sammála okkur og kom því ekki til átaka :o) Svo kom löggan og starfsmenn sveitafélagsins að tékka á þessu.
Nú bíðum við bara spennt hvort það verði verkfall hjá starfsmönnunum, ef svo, þá vona ég að það verði í næstu viku þar sem ma, pa og Arna eru að koma :o)
Já maður er fyrst fullorðinn þegar maður er farinn að berjast fyrir velferð barna sinna :o)
Annars er ég í vinnunni núna. Róleg nótt. Dejlig nat. Klukkan er hálf 7 og fólk farið að týnast inn til vinnu sem þýðir að vinnudagurinn er á enda hjá mér.
Nú tekur bara við 3 klukkustunda fyrirlestur um fótaveiki hjá kúm og svínum. Vei.
Síðasta vika var crazy í skipulagi og vorum við lítið heima. Siggi hafði einmitt orð á því við okkur á laugardaginn að það væri sama hvenær hann hringdi yfir þá svaraði aldrei. Fórum m.a. í sveitaferð til Anne skólasystur minnar. Hún keypti sér lítinn bóndabæ fyrir utan Kaupmannahöfn og er með nokkra hesta og hund. Sóldís mín er með voðalega lítið hjarta þegar kemur að dýrum. Finnst þau voða flott og spennandi svona í hæfilegri fjarðlægð en þegar það kemur að því að klappa þeim þá segir hún stopp. Hún þorir bara að koma við Kisu. Ekkert stærra en það!
Yfir og út
Jújú haldið ekki að það hafi verið mótmæli á bakkanum og foreldrar Sóldísar meðal þeirra fremstu! Væntanlegur niðurskurður í barnastofnunum voru á dagskránni og voru ekki allir sáttir. Og því var svona forældre-blokade um allt land sem hindraði starfsmönnum Vuggustue/Børnehave/Fritidshjemme að mæta til vinnu, til að vekja athygli á óánægjunni hjá okkur foreldrum.
Eiki var mættur klukkan 7 fyrir utan hér á bakkanum og við Sóldís um 8. Starfsmennirnir voru nú ekki með neitt uppsteit þar sem þeir voru bara sammála okkur og kom því ekki til átaka :o) Svo kom löggan og starfsmenn sveitafélagsins að tékka á þessu.
Nú bíðum við bara spennt hvort það verði verkfall hjá starfsmönnunum, ef svo, þá vona ég að það verði í næstu viku þar sem ma, pa og Arna eru að koma :o)
Já maður er fyrst fullorðinn þegar maður er farinn að berjast fyrir velferð barna sinna :o)
Annars er ég í vinnunni núna. Róleg nótt. Dejlig nat. Klukkan er hálf 7 og fólk farið að týnast inn til vinnu sem þýðir að vinnudagurinn er á enda hjá mér.
Nú tekur bara við 3 klukkustunda fyrirlestur um fótaveiki hjá kúm og svínum. Vei.
Síðasta vika var crazy í skipulagi og vorum við lítið heima. Siggi hafði einmitt orð á því við okkur á laugardaginn að það væri sama hvenær hann hringdi yfir þá svaraði aldrei. Fórum m.a. í sveitaferð til Anne skólasystur minnar. Hún keypti sér lítinn bóndabæ fyrir utan Kaupmannahöfn og er með nokkra hesta og hund. Sóldís mín er með voðalega lítið hjarta þegar kemur að dýrum. Finnst þau voða flott og spennandi svona í hæfilegri fjarðlægð en þegar það kemur að því að klappa þeim þá segir hún stopp. Hún þorir bara að koma við Kisu. Ekkert stærra en það!
Yfir og út
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)