Pabbastelpa að eigin frumkvæði?
Ef ég segi við Sóldísi að hún sé mömmustelpa, leiðréttir hún mig snarlega og segist vera pabbastelpa. Svo þegar ég segist eiga tásurnar hennar eða bumbuna... eða nokkuð annað á henni, segir hún ákveðið "Nei PABBI á tásur mína" eða "Nei PABBI á bumbu mína".
Eiki sver að hann hafi ekki verið að prenta þetta í barnið... og ég næstum trúi því, þar sem ég hef aldrei heyrt hann segja þetta við hana.
En til að toppa það í gær. Þá mátti ég ekki sitja hjá pabba hennar í sófanum og fékk rosa svip. Hún var bara afbrýðissöm. Ja hérna
En ég vissi það svo sem alltaf að hún yrði algjör pabbastelpa. Eiki er bara þannig.
En annars er Sóldís alltaf að koma okkur á óvart og í gær gerðist það enn og aftur.
Hún var komin í skó og veski frá mér og var á leið út. Þá spurði ég hana hvert hún væri að fara, sagði hún hátt og skýrt "Ég er að fara (að) leika við Jakob" sem er nokkuð gott fyrir ekki 2 ára gamla skvísu
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)