Hann Hlynur vinur okkar tók þessa mynd af okkur síðasta föstudag og setti á síðuna sína og skírði hana Vísitölufjölskyldan. Mér fannst þetta fyndið og varð að deila þessu með ykkur

Annars er allt gott að frétta af Solbakken. Það er komið sumar aftur í Köben og sólin farin að sýna sig. Reyndar er Eiki eitthvað slappur og sefur enn ásamt litlu skvís. Vona að ferðin á Parken á Danmark-England + bjór sé það sem er að plaga hann en ekki það að hann sé að fá þessa pest sem við vorum með í síðustu viku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli