mánudagur, febrúar 27, 2006

End of an era

IMG_3101
Við mæðgur nývaknaðar og sætar :o)
IMG_3103

Beið okkar bréf þegar við komum frá Århus þar sem litla stelpan okkar er komin með pláss í vuggestue frá og með 1. mars!
Blendnar tilfinningar brutust út hjá mér. Gleði þar sem fyrirlestrar byrja hjá mér næsta mánudag og gott að komast á sem flesta. Og svo bara yfirþyrmandi sorg yfir því að litla stelpan sé bara orðin stór delpa á leikskóla! Kúrimorgnar með mömmu og barneignarorlof á enda. Líka smá sektarkend gagnvart henni að setja hana svona snemma frá mér. En svona er þetta bara.
Vuggestuen (börn frá 6 mánaða til 3 ára) er hérna í húsinu sem er frábærlega þægilegt á alla kanta. Við verðum svo bara að vera dugleg að fara í hjólatúra svo barnið sjái eitthvað annað en Solbakken :o) Fórum í dag í smá viðtal og okkur leist bara vel á. Nice fólk og svona, sem mest mikilvægast! Ákváðum svo að hún myndi ekki byrja fyrr en á mánudaginn, þannig ég hef rétt tæpa viku í að njóta þess að vera í barneignarorlofi :o)

föstudagur, febrúar 24, 2006

Blogg og myndir

Jæja er ekki réttast að skrifa nokkrar línur.
Við erum að fara til Århus eftir 2 tíma að heimsækja Trausta, Brynju og Sölku Sól. Langþráð ferð sem við erum búin að þurfa að fresta aftur og aftur síðan í haust. Hlökkum ýkt mikið til
Svo erum við búin að vera með Sigga og Gunnhildi í Køben í vikunni. Þau eru búin að vera í fríi, barnlaus og aðeins að máta stórborgina. Búið að vera rosa nice að fá þau og sjá þau
Lífið gengur sinn vanagang hérna í dk eins og í rvk reikna ég með. Hversdagsleikinn er nú frekar óspennandi. Ég er aðeins farin að glugga í bækurnar. Fødevaresikkerhed (matvælaöryggi) er á borðum, eins óspennandi og það hljómar. Fer í prófið snemma í apríl en þetta er nú mest upprifjun þar sem ég er nú búin að lesa þetta áður en fór ekki í prófið því ég fékk botnlangakast
Sóldís er nú orðin 7 mánaða. Ótrúlegt hvað þetta er fljótt að líða. Erum svo að bíða eftir leikskólaplássi fyrir skvísuna þar sem ég byrja í tímum 6.mars í Farmakologi (lyfjafræði). Sé ekki fram á að mæta mikið til að byrja með þar sem leikskólaplássin vaxa ekki á trjánum hérna í Køben. En vonandi kemur þetta á næstu vikum.
Jæja verð að fara að gera okkur klár fyrir ferðalagið
Góða helgi
p.s. komnar nýjar myndir inn á síðuna hennar
Klukk

Búið að klukka mig tvisvar og ég ætla að láta undan....

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
-Hrauneyjafossvirkjun, Landsvirkjun (unglingavinna)
-Domino´s København (sendill á Scooter)
-Húsdýragarðurinn (dýrahirðir)
-Novo Nordisk (insúlín rannsóknir)

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
-Pretty Woman
-Spaceballs
-Reservoir Dogs
-Forrest Gump

4 staðir em ég hef búið á:
-Norður-Nýjabæ, Þykkvabæ
-Fífuhvammur 17, Kóp
-Tranehavegård 37, st.mf., København
-Rektorparken 14, 2tv, Solbakken, København

4 þættir sem ég fíla:
-Lost
-CSI
-Desperate Housewifes
-Shaka Zulu (man hvað ég var heilluð af þessum þáttum þegar ég var lítil)

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
-New York, USA
-Venecia, IT
-Ísland
-Jótland, DK

4 síður sem ég skoða daglega: (fyrir utan blogg):
-mbl.is
-kvl.dk
-aok.dk
-soldismaria.barnaland.is/gestabok

4 matarkyns sem ég held upp á:
-Kjöt í Karrý a la mamma
-Bragðarrefur með ferskum jarðaberum og góðgæti
-Fajitas a la Solbakken
-Paradis-ís (besti ís í heimi!!)

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna:
-Sófahangsi í Fífó
-Upp í rúmi að kúra með Sóldísi, og Eiki mætti líka vera með :o)
-Á ferðalagi um Ástralíu, Nýja-Sjálandi eða Afríku
-Að keyra hringinn um Ísland (helst samt um sumar, come to think of it)

4 hljómsveitir sem ég vil sjá spila á tónleikum:
-U2
-Arcade Fire
-Anthony & The Johnsons
-Rufus Wainwright

4 hlutir sem ég sakna mest við Ísland:
-Sófahangs í Fífuhvammi
-Bragðarefur með ferskum jarðaberum og góðgæti
-Bílar
-og af sjálfsögðu allt frábæra fólkið okkar á klakanum :o)

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

blogg

skulda blogg og skulda líka að setja myndir inn hjá Sóldísi....
... en get það ekki núna, því við erum að fara á kaffihús með Sigga og Gunnhildi

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Helgin

Óhætt að segja að helgin sem var að líða hafi verið hrein snilld.
Gunna kom á fimmtudaginn og þar með hófst helgin. Röltum niður Istedgade og kíktum í búðir og fengum okkur svo Paradis, sem tryggir lesendur þessarrar heimasíðu vita, þykir mér ekki leiðinlegt.
Föstudagurinn fór svo í verslunarleiðangur niður í bæ og um kvöldið kom svo Villi hennar Gunnu. Þau skelltu sér öll í pre-Þorrablótspartý heim til Heiðu þar sem voru hinar ýmsu þjóðlegar veitingar í boði Danna sem kom með hvorki meira né minna en 14 kg af Þorramat og slatta mikið af íslensku nammi.
Svo á laugardaginn fóru þau hjónakornin niður í bæ og svo hófst undirbúningur fyrir kvöldið. Eiki var farinn snemma um morgunin að keppa í IcelandAir Open og vann hans lið. Þeir fengu flugmiða til Íslands í verðlaun, ekki slæmt það. Eiki var svo heima með Sóldísi á meðan við hin skelltum okkur út á lífið. Skemmti mér ÓGEÐS vel á Þorrablótinu og hitti fullt af skemmtilegu fólki.
Svo var bara slakað á á sunnudeginum. Fórum í bæinn og rifjuðum upp smá skautatakta á Kongens Nytorv. Shit hvað maður er nú búinn að gleyma. Verður að segjast að hún Gunna var nú mun tignarlegri á skautunum en ég :o) Villi flaug svo heim um kvöldið.
Svo í gær var aftur kíkt í búðir, þetta sinn í Fields. Það var nú ekki mikið skoðað bara verslað á litla Grím og fengið sér kaffi. Við Gunna og Friðsemd fórum svo út að borða í gærkveldi og skriðum við Gunna heim um hálf eitt. Nokkrum Mojito´s seinna :o)
Gunna fór svo í morgun. Og þar með var helgin búin :o(

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Svefnlaus

Síðustu tvær nætur höfum við Eiki sofið mjög illa. Ekki af því að við þurfum að sinna Sóldísi... neeei heldur vegna þess að kisa er að breima.
Já sem sagt kisa er ekki kettlingafull. Og hún er að gera okkur gráhærð. Hún hefur sko alveg breimað áður en ekki í líkingu við þetta. Er sífellt vælandi og ekkert venjulegt væl. Held að þetta sé verra núna af því hún veit hvað það er sem henni vantar eftir að hún fór í heimsókn til Dahawk töffara.
Alla vega þetta hefur endað þannig báðar næturnar að ég loka okkur kisu inn í stofu svo hún veki ekki barnið. Það þýðir ekkert að loka hana eina frammi því þá hendir hún sér hvað eftir annað á hurðina og býr til þá bara ennþá meiri læti.
Er það nú ástand. Vona að þetta fari nú að hætta. En var að lesa á netinu að þetta gæti tekið allt að 10 daga!! ó nó

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Fyrir ykkur

sem nennið ekki að lesa langan pistil um Múhammeð teikningar.

Þá gengur lífið sinn vanagang. Gunna vinkona er svo að koma á morgun verðum eitthvað brallað um helgina. Við ætlum m.a. að skella okkur á Þorrablótið í Tívolí. Villi kemur líka þar sem hann millilendir í Köben frá Svíþjóð. Mmmm hvað ég hlakka til að fá súran matinn.
Sóldís María vex og dafnar og er farin að segja mamma. En það eru einhverjar skiptar skoðanir á því hjá okkur hjónunum :o)
Ég er að fara í klippingu. Yes. Þannig Over and Out.
Í deiglunni

Síðustu 10 daga er ég búin að vera með hnút í maganum. Verkjar í hjartað þegar ég horfi á fréttir og er með nettan kvíða fyrir morgundeginum. Veit ekki hvað þetta mál fyllir fréttatímann mikið á Íslandi en það er vart ekki talað um annað hérna í Danmörku, enda Danmörk miðjan í þessu máli.

Islam vs. Danmörk.

Já þetta er næstum óskiljanlegt fyrir okkur Vesturlandsbúa. "Hvað er málið!!" hugsa flestir, "þetta eru bara teikningar!" Það sem margir ekki vita það að samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að teikna, eða gera einhverja mynd/hugmynd af Múhammeð. "SO!!" hugsa flestir enn.
Já so! sagði ég líka og segi kannski enn. En viðbrögðin gagnvart þessu hafa verið miklu meiri og harðari en nokkur gerði sér grein fyrir eða hugarlund um og þetta er komið svo langt fram yfir þessar teikningar og boycott á dönskum vörum.
Ef við tökum t.d. þá atburði sem gerðust í Sýrlandi þar sem sendiráð Danmerkur og Noregs voru brennd niður. Þá er talið að þessi múgæsingur hafi aðallega myndast vegna sms-a sem gengu á milli fólks þar sem það var haldið fram að Danir væru að safnast saman á Rådhuspladsen til að brenna Kóraninn. Sem ég og þú vitum að átti sér engan veginn stað. Þetta er ekki eina dæmið um rangar staðreyndir sem hafa verið að ganga á milli fólks.
Svo er hægt að spyrja hvort JyllandsPosten hefðu átt að birta þessar myndir. Kannski ekki, til virðinga við múslima og þeirra trú. En svo ríkir jú málfrelsi og af hverju þá ekki að birta þessar myndir.
Ég skil báðar hliðar á málinu og það er ofsalega fín lína þarna á milli. En held samt að viðbrögðin séu komin langt umfram normið. Og ekki eru t.d. sms og rangur fréttaflutningur að hjálpa til. Fæ soldið á tilfinninguna að þessar teikningar séu afsökun fyrir útrás á einhverri reiði og frústreringu gagnvart hinum vestræna heimi. Við höfum jú alltaf sitið og litið niður á ýmis gildi og hefðir hjá múslimum (t.d. slæður) og fundist okkar gildi alltaf vera satt og rétt.
Það sem mér finnst nú kaldhæðnislegast við þetta allt saman er að við erum að tala um Danmörk. Land sem hefur verið mjög sveigjanlegt og tolerant gagnvart múslimum miðað við flest önnur vestræn ríki. Sem dæmi um það þá bjóða leikskólar í Kaupmannahöfn aðeins upp á Halal slátrað kjöt og margir skólar bjóða ekki upp á svínakjöt. Svo er hægt að ræða það hvort það sé rétt þróun.
Versta við þetta allt saman að það var lítill hópur af dönskum Imam múslimum (múslimahópur í DK, soldið öfgakenndur) sem fóru til miðausturlanda með þessar myndir og mötuðu fjölmiðla og hina ýmsu hópa með þessum upplýsingum og krydduðu þetta víst vel. Fremstur í flokki var hann Abu Laban. Skil eiginlega ekki hvað þessi maður er að gera hérna í DK ennþá. Flestir (ef ekki allir) terroristar sem hafa tengst Danmörku á einhvern hátt hafa allir verið persónulegir vinir þessa manns. Svo hefur hann t.d. í þessu máli öllu verið að segja eitt hérna í Danmörku og annað við arabíska fjölmiðla. Kannski er bara gott að hafa hann nálægt til að fylgjast með honum.
Svo er hægt að spyrja. Eru þessi viðbrögð sem við sjáum í fréttum að sýna rétta mynd á skoðunum og viðbrögðum múslima overall? Eða er þetta aðeins einhver minnihluta hópur af ofsatrúarmönnum? Ég væri alla vega ekki til í að hópur af ofsatrúuðum kristnum mönnum væri að tala fyrir mína hönd í ýmsum málum, eins og t.d. kynlífi og fóstureyðingum, eða bara í flestum málum.
En til að ljúka þessu röfli hjá mér þá fannst mér nokkuð gott sem ein múslimakona sagði í fréttunum hérna í fyrradag. Hún sagðist skilja vel að fólk væri sárt og ósatt yfir þessum myndum enda stæði það skýrt í Kóraninum að þetta væri bannað. En það stæði líka skýrt í Kóraninum að fólk ætti að vera með friðsamleg mótmæli og mætti ekki drepa. Og hún væri orðin þreytt á þessum double moral hjá öfgatrúuðum múslimum.