sunnudagur, nóvember 28, 2004

Í dag
Bakstur, tiltekt og lærdómur
Eiki er að verða 24 á þriðjudaginn og því erum við búin að bjóða nokkrum vinum okkar í kökuboð seinni partinn.
Jarðaberjaterta, súkkulaðikaka og vöfflur.

Á morgun
Lærdómur og vonandi að sjá litla strákinn þeirra Hörpu og Tomma. Til hamingju dúllurnar

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Black Tuesday?

Svartur dagur í sögu dýravelferðar stendur í dönskum blöðum í dag og verð ég að segja að ég sé sammála. EU-ráðið samþykkti í dag, 25 á móti 1 (nokkrir sátu hjá), að svo gott sem ekki setja neinar takmarkanir á tíma eða fjölda dýra per fm í dýraflutningum milli landa innan EU. Sá eini sem var á móti var dani.
Mörgum finnst þetta ekki merkilegt svo sem og margt annað sem við ættum að setja orku okkar í en þeir sömu hafa eflaust ekki séð hversu alvarlegt þetta er og þær afleiðingar sem þetta hefur í för með sér. Við tókum þetta fyrir í skólanum í siðfræði áfanga á fyrstu önn í skólanum svo hefur þetta verið mikið í umræðunni hérna í Danmörku því Danmörk er einn stærsti útflytjandi á svínum.
Mér finnst ekki í lagi að dýr standi í t.d. 15 tíma keyrslu án þess að hafa möguleika á því að leggjast eða komast í vatn. Enda er dauði, átroðningur og alvarlegir skaðar, líkt og brotinn hryggur, mjög algengir.

Mér leiðist að fá daprar fréttir frá Íslandi. Sérstaklega þegar maður getur ekki stokkið og gefið þeim sem manni þykir vænt um knús á erfiðum tímum. Knús og kossar. Love ya

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Bráðum koma blessuð jólin

Enn önnur helgin á enda og ennþá styttist í jólin. Óhætt að segja að maður hafi komist í bullandi jólaskap eftir þessa helgi. Við Eiki og Heiða skelltum okkur í jóla Tívolí á föstudaginn. Það er ekkert lítið huggulegt. Mér finnst Tívolíið svo margfalt skemmtilegra á þessum árstíma heldur en á sumrin. Svo í gær fórum við á jólamarkaðinn í Jónshúsi. Eiki var að selja íslenskt nammi fyrir íþróttafélagið sitt og ég fékk að fljóta með. Fullt af sniðugu til sölu. Ég smakkaði aðeins á laufabrauði (eflaust meira en ég hefði átt) og smá sopa af malti... mmmm. Gekk voða vel að selja og seldist allt upp nema Nizza með hnetum. En básinn sem seldi maltið og appelsínið var lang vinsælastur.

Við Eiki og Heiða fórum svo í bíó í gær á Bridget Jones 2. Ji ég hló svo mikið að ég bókstaflega datt úr sætinu mínu. Mér finnst þessi húmor svo mikið snilld. Skíðaatriðið var langfyndnast, kannski vegna þess að ég kannaðist svo við það, þar sem skíðafærni mín og Jones er álíka góð.

Í dag verður lítið annað en tiltekt og lærdómur. Reyndar eigum við von á gestum seinnipartinn og kannski maður gerir nokkrar vöfflur. Eiki er farinn upp í skóla að læra. Brjálað að gera hjá honum. Ég þekki hann varla orðið í dagsbirtu. Hann er alltaf farinn áður en ég fer á fætur og kemur heim aftur rétt fyrir kvöldmat. En svona er þetta og verður fram að 4. janúar.

Þess má einnig geta að ég fór með kisu litlu upp í skóla (dýraspítalann) á fimmtudaginn í sprautur og vakti hún þvílíka athygli bæði starfsfólks og kúnna fyrir einstaka fegurð og glæsileika. Ég var ekkert lítið stolt:)

Ciao

mánudagur, nóvember 15, 2004

Sumir læra ekki!

Ég var að þrífa kisu eftir enn aðra klósettferðina!
Versta var að hún var ekki eins heppin í þetta skiptið með það sem beið hennar í botni klósettsins. Krafðist þess að hún var tekin og skrúbbuð! Oj

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Klósett-Diva

hahaha
Kisan okkar er með eitthvað thing fyrir klósettinu. Henni finnst það voða merkilegt og þegar maður fer á klósettið kemur hún hlaupandi til að fylgjast með.
En rétt áðan var ég á klósettinu og þegar ég stóð upp stökk hún ofan í áður en ég náði að sturta niður...
Þetta var mega fyndið. Ég kippti henni upp úr og setti hana beint í bað í vaskinum. Þessi elska var alveg eins og auli og streittist ekkert á móti. Ótrúlega stillt enda er hún ekki það hrædd við vatn. Hún hefur meira að segja kíkt inn í sturtu til okkar, en stoppaði þó stutt.
Heppni að ég þurfti aðeins að pissa í þetta skiptið:)

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Í dag

er góður dagur.
Vaknaði hress. Dúllaðist með kisu og dreif mig svo í vinnuna.
Hlakka þó til þegar það er kominn morgundagur og ég get farið heim. Dúllast við kisu og knúsað kærastann.
Ég er hress.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Oj

Maður veit nú varla hvað maður á að segja.
En eins og Binna vinkona mín orðaði það:
"Einu góðu fréttirnar eru ad þau fylki sem voru med hæstu tölur af ungum kjósendum, fóru til Kerry. Svo þad er kannski einhver framtíð i æsku þessa lands.. "

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Alisa

Villidýrið
Hmmm Hvað er þetta?
Gott að kúra hjá Eika