miðvikudagur, desember 31, 2008

Gleðilegt nýtt ár

Og þökkum þau liðnu.



miðvikudagur, desember 24, 2008

GLEÐILEG JÓL

allir saman og takk fyrir allar kveðjurnar.
Hafið það sem allra best um jólin.

Kveðja frá Solbakken

fimmtudagur, desember 18, 2008

40vikur2dagar-skítur og drulla

Nú er ég komin 2 daga framyfir settan dag. Og er bara hálf fegin því það er enginn á þessu heimili í ástandi til að fæða, taka á móti eða sinna litlu barni.
Inflúensan bankaði hér á dyrnar á mánudaginn og erum við öll löggst. Ég hef þó hingað til verið skást, s.s. ekki fengið þennan mega háa hita sem hin 2 hafa verið að glíma við. En ljótur hósti og stútfull af kvefi. Svefnlitlar og jafnvel lausar nætur, bæði vegna hósta og vegna einnar 3 ára sem er búin að vera fárveik.

Var hjá ljósmóður áðan og kom hálf bogin og hóstandi inn til hennar. Fyrsta sem hún sagði við mig var að ég væri ekkert að fara að eiga í dag eða á morgun. Nú? spyr ég. Já þá er það þannig að líkaminn heldur aftur af sér að fara að fæða ef maður er með flensu. Pínku fúlt en sniðugt samt sem áður hugsaði ég.

Er nefnilega búin að stefna á 19. des., eins mikið og maður getur haft stjórn á því :o) Við Eiki byrjuðum nefnilega saman 19., giftum okkur 19. og við Sóldís eigum afmæli 19. Það hefði s.s. passað inn í systemið :o) Þá er bara að koma með það þann 30. (huhh hummm) svo að það eigi sama afmælisdag og Eiki!

Anyways... er það flensan sem fyllir huga okkar þessa dagana. Later.

þriðjudagur, desember 16, 2008

Undur og stórmerki

Jarðskjálfti, hér í Baunalandi! Reyndar með upptök í suður Svíþjóð en fannst vel hér um allt Sjáland.
Við fjölskyldan sváfum reyndar á okkar væra, en Heiða systir vaknaði við hann og hélt að hún væri að verða rugluð.
Einhvern veginn er það innprentað í mann að þetta væri það síðasta sem maður myndi upplifa í Danmörku.
Danir eru náttúrulega að missa sig yfir þessu og kalla þetta "voldsom jordskælv" og vilja meina að þetta hafi verið stærsti sem fundist hefur verið síðan jafnvel 1904.

Fyndið :o)

föstudagur, desember 12, 2008

T minus 4

Jæja 4 dagar í settan dag og mín orðin skemmtilega mikið ólétt í framan... það er alveg eins og ég hafi verið að fá mér fyllingu í varirnar og sé nýstaðin upp úr rúminu eftir 3 daga konstant saltát.

Fólk er líka farið að hafa á orð við mig hvað ég væri orðin stór, og þá er ég ekki að meina vinir okkar hérna, heldur starfsfólk í búðum og fólk í strætó.
Starfsmenn í leikskólanum hennar Sóldísar hafa stórar áhyggjur af mér og hafa m.a. spurt hvort þau geti ekki hjálpað mér að koma Sóldísi í útifötin þegar ég sæki hana. Ein setti upp stór augu þegar hún heyrði í gær að ég væri á leið niður í bæ í jólagjafaleiðangur en ekki upp í sófa.

Gaman að þessu.

sunnudagur, nóvember 30, 2008

28 ára

Kallinn kominn í fullorðinna manna tölu. Heil 28 ár.
Ég er búin að vera eins og lítill krakki í 2-3 mánuði af spenningi, þar sem í september datt mér í hug afmælisgjöf sem ég vissi að gæti ekki klikkað.
Loksins gat ég gefið honum hana og hann varð ekki fyrir vonbrigðum. Gjöfin var ný Canon 450D myndavél... og nú er Eiki búinn að vera eins og lítill krakki í dag.
Og við hin með ofbirtu í augum.

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Julehygge

Spurning hvort maður verður kominn með leið á julehygge þegar loksins kemur að jólum.

Á næstu dögum og vikum erum við fjölskyldan að fara í julehygge í leikskólanum, julehygge í íþróttaskólanum, julehygge í vinnunni hans Eika og íslenskt jólaball. Svo erum við hjónin að fara í julefrokost með fótboltagenginu, julefrokost með dýralæknagenginu og Eiki í julefrokost í vinnunni...

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta alveg MEGA julehygge-program!

föstudagur, nóvember 21, 2008

Snjókorn falla

Fyrsti snjórinn fallinn í Köben þennan veturinn. Það var líka verulega kalt í dag og spáir enn kaldara á morgun. Reyndar náði þessi snjór ekkert að þekja jörðina hvíta, en var samt voða huggulegur.. soldið jóla.

Fór í leiðangur í dag. Nokkur markmið, en náði fæstum... kom heim 4 tímum seinna, alveg dauðuppgefin. Vonandi gengur betur eftir helgi... annars verð ég að þessu fram í febrúar.

Var að klæða Sóldísi í útigallann í leikskólanum í dag... þá kom einn leikskólakennarinn hennar og spurði hvort hún ætti að hjálpa mér! Ég verð s.s. orðin góð eftir 4 vikur!!!

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Að Sletta

Núna eru 2 vikur síðan ég kláraði skólann (í bili) og þ.a.l. 1/3 af þeim tíma sem ég reikna með að hafa, áður en við verðum kjarnafjölskylda. En ég er aðeins búin að gera 1/10 af því sem ég ætlaði að gera á þessum tíma. Verð eitthvað að herða mig.

Mér hefur oft verið bent á það af fólkinu í kring að ég sletti alveg hrikalega. Mamma mín hefur nú verið duglegust við það og var hún farin að jesúsa sig, ekki löngu eftir að við fluttum út, vegna þessa.
Mitt tungumál er einhver blanda af íslensku með nettum ensku og dönsku slettum og smá fagmáli ef ég er að segja frá skólanum. Mér finnst þetta ekkert stórmál, á meðan ég er hér, en það er ekkert hallærislegra en að sletta dönsku þegar ég er heima á Íslandi. Ég á þetta til og biðst afsökunar á því fyrirfram.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Good times

Jæja þá er það orðið formlegt. Ég er búin að taka mitt síðasta próf í þessum skóla. Mjög skrýtið.
Náði s.s. prófinu sem ég fór í núna um daginn.
Núna á ég bara lokaverkefnið mitt og 2 vikna skyldumætingarkúrsus eftir... sem verður tekið eftir barneignarorlof.

föstudagur, nóvember 14, 2008

I know I know

Ég er á lífi.
Bara búið að vera brjálað að gera hjá mér í október... og skrýtið hvernig það er að eftir því sem líður lengra frá því að maður bloggar því minni löngun hefur maður til að blogga... kannast einhver við þetta?

Fór í próf í lok síðustu viku og gekk bæði vel og illa... Þetta er tvískipt próf og fyrri hlutinn var mun betri en seinni. Kemur í ljós um mánaðarmótin.

Er núna komin í barneignarorlof. Tæpar 5 vikur í settan dag og mín er bara að skipuleggja og undirbúa jólin.

En það sem fékk mig til að skrifa blogg er að ég rakst á þetta á YouTube. Man svo hrikalega vel eftir þessum þáttum, og varð meira að segja svo heilluð að ég sendi bréf til Stöðvar 2 og bað þau um að sýna þættina aftur, fyrsta og eina skiptið sem ég hef gert það.
Hann er töffari. Ég ætlaði að giftast honum.

fimmtudagur, október 09, 2008

Svefnlausar nætur

Aðvörun: Væl!

Þegar maður er óléttur má maður alveg búast við svefnlausum nóttum undir það síðasta. Maður þarf að pissa 50 sinnum og erfiðara að snúa sér á hina hliðina o.s.fr.

En nei! Ég þarf að fá bursitis (liðpokabólgur?? veit ekki alveg hvað þetta heitir á íslensku) í báðar axlirnar. Þetta byrjaði fyrir ca. 6 vikum í annarri og núna komið í báðar.
Ég veit ekki hvort þið vitið hvað þetta er en það er ÓGEÐSLEGA vont að hreyfa sig á næturnar, alveg þannig að oftar en ekki koma tár. Það er vont að klæða sig í jakka. Það er vont að fara með hendur í vasa. Það er vont að teygja sig í klósettpappírinn. Það er vont að fara á hjólið. Það er vont að klóra sér í hausnum....benda...bora í nefið...lyfta glasi...
Já það er eiginlega bara vont að gera allt sem krefst þessa að ég lyfti olnbogum meira en 45 gráðum frá kroppi.

Það er víst voðalega lítið sem hægt er að gera við þessu á meðan maður er óléttur þar sem hefðbundnar leiðir eru ekki æskilegar, þ.e. sterasprautur og svoleiðis. Maður verður víst að fara óhefðbundnari leiðir. Ég ætla að byrja á intens nuddi og ætla að skoða það að fara í akupunktur.

Maður er ekki kallaður Vigga verkur fyrir ekki neitt!

mánudagur, september 29, 2008

FUCK!!!

Það er sprengjuviðvörun í götunni okkar!

... ceep you posted...

Update:
Sko.. s.s. eigandi bíls í götunni sá kassa undir bílnum sem var ekki áður og hringdi á lögregluna. Það tók þá um 2 og hálfan tíma að komast að því að það væri ekki um sprengju að ræða.
Mig grunar að eigandi bílsins er eitthvað tengdur við Hell´s Angels eða innflytjanda klíkurnar því annars finnst mér þetta vera full mikið Úlfur Úlfur... en svo fannst líka sprengja síðasta fimmtudag í götunni hérna hinu megin við kirkjugarðinn (gömlu götunni okkar) og því er fólk líka vart um sig.

Þannig engin sprengja og allir geta andað léttar. En verð að viðurkenna að manni leið ekkert allt of vel með þetta á meðan á þessu stóð.

föstudagur, september 19, 2008

Solbakkalíf

Héðan er allt gott að frétta. Bumban stækkar og Sóldís líka :o)

Sóldís kom alveg alsæl frá Íslandinu. Var ekkert á því reyndar að koma heim aftur. Sagði við ömmu sína að hún vildi bara búa á Íslandi og við Eiki og kisa ættum bara að koma og búa þar líka. Ég sagði nú við mömmu að ég væri líka alveg til í að búa í landi þar sem ég væri bara borin um og aldrei mótmælt :o)
Núna er hún bara alsæl á leikskólanum og Örnólfur vinur hennar er byrjaður á sama leikskóla og eru þau bæði í skýjunum.

Það er búið að vera vægjast sagt brjálað að gera í vinnunni hans Eika síðustu 2 vikur og er hann um það bil að vera búinn með skammtinn, sérstaklega þar sem hann skellti sér á vellukkað klakamót um helgina síðustu. Sem sagt lítið sofið, mikið drukkið og spilaður fótbolti í 2 daga. Þeir lentu í 3. sæti og voru bara sáttir.
En það verður róleg helgi hjá okkur, ef Eiki á að lifa næstu viku af.

En talandi um Eika. Þá er búið að vera bölvað vesen á honum í sumar. Hann tók upp á því að fá ofnæmi og ofnæmi ofan á það. Er búinn að hnerra og klóra sér síðan snemma í vor. Fyrst voru það frjókornin, öll. Og svo tók hann eftir því að hann fær þrengingu í hálsinn og kláða þegar hann borðar t.d. epli og plómur... og honum klæjar enn og nú er okkur farið að gruna að hann jafnvel sé með ofnæmi fyrir kisu!!
Ég er búin að segja við hann að kötturinn fari ekkert fyrr en ég sé búin að fá það skriflegt frá lækni að hann sé með ofnæmi fyrir honum og að hyposensitiv sprautur virka ekki. En þetta er samt voða skrýtið. T.d. þá í gær var Eiki góður allan daginn í vinnunni og síðan þegar hann kom á Solbakken (ekki inn í íbúð) heldur bara upp á 11. hæð, fékk hann þvílíkan kláða og leiðindi. Ég er farin að hafa áhyggjur að hann sé með ofnæmi fyrir mér, eða óléttri mér kannski þar sem þetta byrjaði allt upp því sem ég varð ólétt :o)
En hann er að fara í test, fljótlega, þegar hann drullast til að panta tíma!

Af mér er svo sem gott að frétta. Fór í próf um mánaðarmótin og er enn að bíða eftir niðurstöðum. Vonandi gekk það vel bara. Svo er ég á fullu núna að læra fyrir Special Patologi, sem er massa fag og ef það gengur vel er það síðasta prófið mitt í skólanum!! Já á sem sagt bara eitt próf eftir og svo 2 vikna kúrsus með mætinarskyldu og svo lokaverkefnið. Kúrsusinn og lokaverkefnið bíða mín svo bara þangað til eftir barneignarorlof.
En Spec. Pat. er alveg þrusu skemmtilegt fag og ekki fyrir viðkvæma. Erum að grugga í líffærum og svoleiðis. En massa lestur og pensum... já einmitt við skulum bara segja að ég tel þá góða sem ná að lesa allt!

Kisa varð söm við sig þegar Sóldís kom aftur :o) Og er bara eldhress.

Bumban stækkar og þ.a.l. ég líka. Er mun þreyttari öll þessa meðgöngu en þegar ég gekk með Sóldísi. Svo er ég farin að fá grindargliðnun og bjúg og allt þetta skemmtilega... en óneitanlega er okkur farið að hlakka all verulega til jólanna :o)

Knús og kossar

Efterår

Það er ekkert sem segir manni meira að það sé komið haust en þegar öll fjölskyldan vaknar með hálsbólgu og kvef.
Ótti

Ég er eitthvað svo hrædd þessa dagana. Gæti verið bara "ástandið" á mér en er með hnút í maganum yfir ýmsu og öllu.
Ótti við að geta ekki verndað börnin mín, alltaf, og að vita að þarna úti eru menn og konur sem myndu gera ljótustu hluti ef þau fengu tækifæri.
Ótti við öfgamúslima og þeirra hatur gagnvart Vesturlöndum og þá Danmörku. Tala um að eitra vatnið og sprengja Danmörku af landakortinu.
Ótti við spennunni milli USA og Rússlands og afleiðingar þess ef McCain og Palin vinna.
Ótti við svo mörgu að lengi mætti telja.

Las frétt á Vísir.is um daginn. Frétt sem er búin að sitja á sálinni á mér síðan. Þetta var frétt um virtan breskan sagnfræðing sem reyndist vera hrottalegur barnaníðingur. Ég mæli ekki með að lesa þessa frétt því lýsingarnar eru viðbjóðslegar og maður getur ekki hætt að hugsa um þetta.

Og þar kemur eiginlega stærsti óttinn.. Bara óttinn við mannkynið og hvað við getum verið óhugnalega ógeðsleg við hvort annað og minni máttar.

föstudagur, ágúst 22, 2008

Fíl´etta!

Þær eru hressar þessar



fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Hvað er að þér kisa?

Kötturinn okkar er búinn að vera stórfurðulegur í nokkra daga núna.
Símjálmandi, líka á ókristilegum tíma. Labbar fram og til baka í íbúðinni og virðist voða stressuð eitthvað. Augasteinninn risastór. Er alltaf að hoppa upp á mann og mjálma í andlitið á okkur...

Ég hélt hún væri eitthvað veik eða eitthvað... eða væri að reyna að segja okkur. Gerði almenna skoðun á henni (henni til mikilla ama) og gat ekki fundið neitt...

Vorum ekki að fatta þetta... fyrr en í gærkveldi...

ENGIN SÓLDÍS! Hún er ekki alveg að ná þessu... Hvar er Sóldís?!

En fyrir þá sem ekki vita þá er Sóldís búin að vera á Íslandi síðan á föstudaginn. Hún fór með Heiðu frænku sinni og er í essinu sínu í heimsóknum hjá ömmum og öfum á klakanum.

En það er alla vega teorian hjá okkur. Hlakka til að sjá hvort hún róist eitthvað þegar Sóldís kemur heim aftur á sunnudaginn :o)

laugardagur, júlí 19, 2008

3 ár

Vá hvað tíminn líður hratt!
Áttum ljúfan dag. Afmælisveisla snemma. Fórum svo með dudduna í duddutréð... mikil tímamót. Og dagurinn endaði svo á pizzaveislu að ósk afmælisbarnsins.

þriðjudagur, júní 24, 2008

Já róleg!

Er ekki málið að taka eina chillpill og kannski hugsa sig tvisvar um, áður en maður kallar "ÍSBJÖRN, ÍSBJÖRN!".

Hestaspor og kindur...

...og nú ljós hestur!

fimmtudagur, júní 05, 2008

12 vikur og 2 dagar



Jújú sem þýðir að ef allt fer vel verður Sóldís stóra systir í kringum 16. des.

Fórum í sónar í morgun og allt leit vel út. Það eru búnar að vera nokkuð um blæðingar og svona og því verið í miklu eftirliti síðustu 6 vikur. En núna er það allt búið og við sáum flottan hjartslátt og mikil sprikl í dag.

Heilsan hjá mér er búin að vera glötuð. Síþreytt, sígrenjandi og einstaka ælur inn á milli. Hefur ekki hjálpað að það sé búið að vera mikið álag í skólanum og þegar ég kem heim á daginn hefur kvótinn verið búinn.

En vonandi fer þetta bara batnandi. Nú erum við komin yfir fyrsta hjallan í þessu ferli og erum bjartsýnin uppmáluð :o)

þriðjudagur, júní 03, 2008

Þurfum við að ræða þetta eitthvað?

föstudagur, maí 30, 2008

Bannað

Ég á 2 vinkonur sem eiga það til að blogga eitthvað álíka eins og "úú spennandi framundan, segi frá betur seinna".. "hef skemmtilegar fréttir bráðum"...

Þetta er ekki fallegt að gera, því þið gerið lífið mjög erfitt fyrir forvitið fólk eins og mig. Þetta er bannað!

... þið vitið alveg hverjar þið eruð :o)
Röfl

Finnst ég hálf neydd til þess að skrifa eitthvað.

En ég er búin að vera leiðinlegasta manneskjan síðustu vikur. Það er búið að vera svo mikið að gera í skólanum að ég kem heim og grenja til að losa spennu fyrir næstu átök. Það eru 2 vikur eftir af kúrsinum og maður verður bara að horfa fram.

Reyndar ekki misskilja mig. Það er ekki leiðinlegt í skólanum bara erfitt.

Fréttir vikunar eru þær að Sóldís stóra stelpa er komin með leikskólapláss. Hérna í Danmörku skipta þeir þessu niður í Vöggustofubörn, 1-3 ára, og Leikskólabörn, 3-5(6) ára.
Skvísan verður jú 3 ára í júlí og þarf því að skipta um skóla. Fékk bara bréfið í dag og fékk alveg hnút í magann. Held þetta sé erfiðara fyrir mig en hana, og erfiðara en þegar hún byrjaði í vöggustofu. Finnst eins hún sé á leið út hinn harða heim úr vernduðu umhverfi.
Það fyndna er að leikskólinn hennar heitir Carlsberg :o)

Annars er allt gott að frétta. Eiki alltaf jafn ánægður í vinnunni og lífið gengur sinn vanagang.

fimmtudagur, maí 01, 2008

21. maí

Þá veit maður hvað maður er að fara að gera þann dag.
Mínir menn unnu 1-0 á móti Barcelona eftir æsispennandi leik.

Og það verða víst Chelsea sem við mætum.

En ég er ekki að fatta reikninginn á þessum stigum (aggregate).
Sko fyrri leikurinn fór 1-1 og því samkvæmt mínum útreikningum 2-1 agg. fyrir Chelsea.
Svo fór leikurinn 3-2 fyrir Chelsea sem gefur:
Chelsea: 2+3=5
Og Liverpool: 1+(2x2)=5

En hvernig geta þá t.d. ESPNsoccernet.com fengið það út að það sé 4-3 agg. fyrir Chelsea?
Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?

laugardagur, apríl 19, 2008

Ammmli



Kellingin orðin gömul. Late twenties.
Dagurinn verður huggulegur í faðmi fjölskyldunnar.

Maður var byrjaður ungur :o)


Ég og einn af mörgum hvolpum í Nýjabænum


Ég og Freyja


Ég og Ríó, fyrsti kötturinn minn. Þess má geta að við erum í eins kjólum :o)


Ég og Nellý gamla

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Öresundsvisan

Vá hvað ég get alltaf hlegið jafn mikið af þessu

Veit það ekki, kannski þarf maður að þekkja Drengene fra Angora, til að finnast þetta jafn ÓGEÐSLEGA fyndið og mér

Ath. Ekki fyrir viðkvæma eða fólk með hommafóbíu

föstudagur, apríl 11, 2008

Föstudagur

Í Danmörku eru vinnadagarnir alltaf minimum hálftíma styttri á föstudögum. Það finnst mér sniðugt.

Góða helgi
Útstáelsi

Frábært orð.
En á vel við helgina.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

7 ár

Jæja í dag erum við Eiki búin að búa í baunalandinu í 7 ár!

Við fórum á smá "sakna Íslands" tímabil í vetur og eyddum fleirri fleirri klukkutímum á mbl.is/fasteignir að finna draumastaðinn, en erum eiginlega komin yfir þetta núna. Enda mjög óspennandi tilhugsun að flytja heim í dag, nánast ógerlegt. Ég er búin með námið í janúar/febrúar á næsta ári og við tökum þá bara púlsinn aftur þá.



Solbakken er okkar heimili og er ég svo super ánægð með hann. Þetta er nú ekki fallegasta húsið í heimi, en íbúðirnar eru fínar og bjartar og fullt af góðu fólki sem býr hér. Finnst soldið skrýtið að við eigum bara ár eftir á bakkanum en það verða stór kaflaskipti þegar það kemur að flutningum. Hvert sem það nú verður.



Skólinn. Fór til námsráðgjafa um daginn og ég á bara 2 próf eftir og verja lokaverkefni. Þetta finnst mér nokkuð magnað þar sem ég er búin að taka um 30 próf hingað til. Yndislegt.

Læt þetta duga í bili...
P.S. I Love You

Er ein mesta chickflick myndin sem ég hef séð.

En ó my god hvað ég grenjaði mikið yfir henni.
Svo kom ég heim og grenjaði í aðrar 45 mín.
Á meðan ég sat og horfði á Liverpool vs. Arsenal með Eika. Veit ekki hvort það hafi verið út af því Liverpool vann, eða hvort ég væri enn að gráta út af myndinni...

Nei en öllu gríni slepptu þá er ég stundum ekki í lagi. Empathy should be my middle name.
Stelpurnar í skólanum mínum halda að ég sé rugluð því ég græt endalaust með dýraeigendunum, hvort sem það er gleði eða sorg. Og stundum jafnvel meira en eigandinn sjálfur.

En ef þið viljið losa spennu og gráta og hlæja til skiptis, þá mæli ég með P.S. I Love You. Svo skemmir ekki fyrir að Gerard Butler leikur aðalhlutverkið.
Holdið er torvelt að temja

er án efa málsháttur páskanna í ár

þriðjudagur, mars 18, 2008

Facebook

Er ekki alveg að fatta þetta.
Held líka að ég sé ekki alveg að nenna að setja mig inn í þetta.

föstudagur, mars 14, 2008

It's Friday, I'm In Love

Var ekki að tíma að blogga nýtt blogg þar sem ég var að dást af Gerry vini mínum hérna fyrir neðan :o)

Helgi framundan og ekki nóg með það... páskafríið byrjað... eða fyrir mig. Eiki þarf að vinna mán, þri og mið eins og flestir vinnandi menn.
Við ætlum svo að skella okkur til Fjónar í sumarbústað með nokkrum fjölskyldum frá Solbakken í 4 daga. Það verður ljúft.

Get ekki líst því hvað ég er pirruð yfir þessarri Múhameðsteikningaanskotanshelvítisdjöfulsinsumræðu. Af hverju þurfti að endurprenta þetta? Og af hverju ekki? Ég meina geta ekki öll dýrin í skóginum bara verið vinir?!
Finnst að allir ættu að vera skyldugir að byrja daginn á góðu FeelGood lagi. Viss um að þá væri meiri friður í heiminum. Mitt uppáhalds lag til þess í dag er án vafa þetta:


Krútt vikunnar er án efa Martin. Hann er 15 eða 16 ára X-factor þátttakendi sem er að bræða öll hjörtu í DK. Hérna syngur hann líka Kom tilbage nu sem er eitt af mínum uppáhalds dönsku dægurlögum ásamt Den jeg elsker, elsker jeg og Hjertet ser.

Hérna er svo hægt að heyra upprunalegu útgáfuna sem frá held ég 1985

Við Eiki eigum svo 3 ára brúðkaupsafmæli eftir helgi. Er nokkuð spennt yfir þessu. 1 árs brúðkaupsafmæli heitir pappírsbrúðkaup og þá lét ég setja stjörnukortin okkar saman og gaf honum s.s. bók með þeim, í fyrra var svo bómullarbrúðkaup og þá gaf ég Eika sokka og nærbuxur en í ár er leðurbrúðkaup.....

Embla og Anne vinkonur mínar voru báðar að klára dýralæknanámið síðustu daga. Þannig þetta tekur víst enda :o)... Til lukku báðar tvær

Knús og elskið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Svo á léttari nótum...

VÁ hvað þessi maður er að gera eitthvað fyrir mig þessa dagana



Gunnhildur vinkona mín benti mér á hann og ég var ekki alveg að sjá það... en eftir að hafa séð nokkur viðtöl og fleirri myndir er hann alveg að virka... og ekki var hann slæmur í 300
Allt er í heiminum hverfult

Grasekkja, Eiki og Sóldís eru á klakanum um helgina. Á voða illa við mig að vera svona ein heima. Dett alltaf í eitthvað þunglyndi. Þó hefur það ekki hjálpað að ég er búin að vera lasin.
Einnig fékk ég þær slæmu fréttir að Anne vinkona mín væri lasin. Hún greindist með brjóstakrabba fyrir ca. 4 árum og barðist hetjulega við það en núna var það að taka sig upp aftur í lifrinni. Og útlitið er víst frekar dökkt.
Á sama tíma er Erla kunningjakona mín héðan úr DK á leið til Houston í rosa aðgerð. Hún greindist með krabbameinsafbrigði sem kallast Pseudomyxoma Peritonei í desember og er búin að standa sig eins og hetja í þessu öllu.

Stundum gleymir maður því hvað maður er heppinn.

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Mugison

Ég elska þig.

föstudagur, febrúar 01, 2008

Stór Húsdýra Dýralæknir

Var að klára síðasta daginn minn í stórum húsdýrum (frá svíni og upp úr), sem þýðir að ég er óformlega orðin dýralæknir í stórum húsdýrum... það er sem sagt farið að sjá fyrir endann á þessu :o)
Við tekur á mánudaginn sérhæfingin mín á spítala fyrir minni húsdýr (hundar og niður úr). Allt að gerast.

But total anticlimax að klára svona stóran áfanga og koma svo bara heim og þrífa klósett.
Sit þó núna með einn Carlsberg í hendi.

sunnudagur, janúar 20, 2008

Til stuðningshóps Bobby Fischers

Get a grip

linkur

föstudagur, janúar 18, 2008

Saybia

Dönsk hljómsveit sem flestir kannast við, ef ekki nafnið þá lögin.
Hef soldið verið að hugsa til þeirra upp á síðkastið þar sem söngvari hljómsveitarinnar, Søren Huss, missti konu og næstum því barn viku fyrir jól. Konan hans, 29 ára, ásamt 2 ára dóttur þeirra, voru að fara yfir gangbraut á torgi hérna rétt hjá þegar vörubíll keyrði yfir þær. Konan dó samstundis en dóttir þeirra var flutt á sjúkrahúsi illa haldin og í lífshættu.

Textar Sørens hafa alltaf verið í smá uppáhaldi hjá mér og man ég sérstaklega eftir því um árið um það leyti sem ég varð ólétt af Sóldísi þá voru 2 lög á These are the Days plötunni sem mér fannst lýsa því svo vel hvernig mér leið. En maður verður að hlusta á textann mjög vel (veit þó að textarnir þýða eitthvað allt annað fyrir Søren)

Brilliant Sky


I surrender


Og svo svona í lokin, lag sem allir þekkja og gerði þá fræga. Finnst þetta alltaf svo flott lag.

The Second You Sleep
Jæja

Er ekki kominn tími fyrir smá blogg?

Stutt resumé síðan um áramót.
Ég er á fullu í verklegu í stórum húsdýrum og gengur mjög vel. Sóldís hélt áfram að vera veik en núna er komin heil vika síðan hún var með hita síðast og höldum við í vonina. Eiki er bara á fullu að vinna fyrir fjölskyldunni... s.s. hversdagsleikinn hér eins og á fleirri stöðum.

Fréttir dagsins eru þó þær að Ebbi og Gunnella eru að flytja á Solbakken. Og ekki nóg með það þá eru þau að flytja ská fyrir neðan okkur. Við meira að segja heyrum þegar síminn hringir hjá þeim. Gaman það.