
Jæja þá er litla stelpan okkar komin með nafn!
Sóldís er sem sagt út í loftið og nafn sem einhvern veginn poppaði upp í hausinn á okkur strax á fyrsta kvöldi. Fyndið samt þar sem það var ekki efst á lista áður en hún fæddist en einhvern veginn það eina sem passaði við hana. María er svo í höfuðið á mömmu sem heitir Halla María en alltaf kölluð Maja að hennar nánustu. Mamma er búin að vera algjör stoð og stytta í þessu öllu saman og á svo innilega skilið að fá litla nöfnu :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli